5.6.2010 | 10:40
Leiđari úr sjómannadagsblađi Vesturlands
Ljósm. Bergţór Gunnlaugsson.
Samstađa sjómanna
Hátíđardagur sjómanna er haldinn ár hvert í byrjun júní. Í almanaki Háskóla Íslands er eftirfarandi ađ finna. Sjómannadagurinn var haldinn hátíđlegur í fyrsta skipti hinn 6. júní áriđ 1938. Sá dagur var mánudagur, annar í hvítasunnu. Nćstu ár var fylgt reglu sem á endanum var lögtekin áriđ 1987, ađ sjómannadagur skyldi vera fyrsti sunnudagur í júní nema hvítasunnu bćri upp á ţann dag. Ţá skyldi sjómannadagurinn vera viku síđar.
Ţarna náđist međ baráttu og samstöđu sjómanna ađ festa í sessi dag ţar sem sjómenn og fjölskyldur ţeirra gera sér glađan dag í hinum ýmsu leikjum og keppni. Sjómenn hafa reyndar í gegnum tíđina náđ međ samstilltum ađgerđum ađ koma ýmsum hlutum til betri vegar sér til hagsbóta. Ţar má nefna vökulögin sem urđu til ţess ađ sjómenn fengu lögbundinn rétt til ađ hvílast, fyrst 6 tíma á sólarhring og síđar 12.
Sú ríkisstjórn sem nú situr á valdastóli hefur međ ađgerđum sínum og ađgerđarleysi sett störf sjómanna í uppnám. Áform um afnám sjómannaafsláttar og svokölluđ fyrningaleiđ hafa falliđ í grýttan jarđveg vćgt til orđa tekiđ. Sjómenn vinna erfiđ og hćttuleg störf fjarri ástvinum sínum og nokkrar krónur á dag í ţóknun fyrir ţađ eiga ađ vera sjálfsagđar. Ríkisstjórnin hlustar hins vegar ekki og sker afsláttinn af á sama tíma og t.d. ţingmenn og ráđherrar fá háar upphćđir í dagpeninga. Einnig ţverskallast ráđamenn viđ ţrátt fyrir ýmis haldbćr rök um ađ fyrning sé ófćr leiđ.
Ţađ vćri nćr hjá ráđamönnum ţjóđarinnar ađ auka viđ kvótann svo ađ sjómenn geti međ árćđi sínu og dugnađi komiđ ţjóđinni til hjálpar á ţeim erfiđu tímum sem nú eru. Sýnt hefur veriđ fram á ađ aukning nú muni ekki hafa teljandi áhrif á stofnstćrđ til lengri tíma litiđ.
Ţađ verđur hins vegar ađ teljast ólíklegt ađ ríkisstjórn ráđa og dugleysis geri eitthvađ slíkt.
Sjómenn ţessa lands munu eftir sem áđur standa saman og freista ţess ađ sigla sínum fleyjum ávalt í í örugga höfn landi og ţjóđ til heilla.
Ég óska sjómönnum og fjölskyldum ţeirra gleđilegs sjómannadags.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.