22.1.2010 | 07:02
Því er hatrið svona mikið.
Nú síðustu daga hefur varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis ritað greinar í Fréttablaðið þar sem hún fer mikinn í að færa rök fyrir fyrningaleið Samfylkingarinnar. Helst dregur hún fram þau rök að skuldir sjávarútvegsfyrirtækja séu svo miklar að eitthvað verði að gera. Það er nú rétt að taka það fram að skuldirnar eru í erlendri mynt að stórum hluta og hafa því hækkað gríðarlega frá hruni bankanna haustið 2008. þingmaðurinn sér ekki ástæðu til að tala um það í sinni grein, enda hentar það illa í áróðrinum. Einnig er rétt að taka fram að ekki hefur staða erlendra lána lagast mikið þann tíma sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur verið við völd þrátt fyrir fögur fyrirheit.
En það sem ég spyr mig að er hvers vegna er hatur varaformannsins á núverandi útgerðaraðilum svona mikið ? Skrif hennar og tal allt frá því að hún komst á Alþingi hefur verið þannig að eitthvað hlýtur að standa að baki. Henni er tíðrætt um gjafir og góss. Þingmaðurinn veit væntanlega að áður en kvótakerfið var sett á máttu útgerðir veiða eins mikið og þær vildu og því var þessi svokallaða gjöf öllu heldur skerðing.
Ég verð nú að segja að á meðan Ólína Þorvarðardóttir er helsti talsmaður ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum þá sé ég enga sátt í sjónmáli um nýjar leiðir eða breytingar til batnaðar. Aðilar í sjávarútvegi eru ekki glæpamenn, þeir eru ekki þjófar og þeir eru ekki vitleysingar. Því fyrr sem stjórnvöld átta sig á því, því betra.
Hvað ræður för......
Athugasemdir
Maður líttu þér nær.
Ég vil benda lesendum þínum á að bera saman skrif mín og það sem þú og Einar Valur Kristjánsson eruð að bauka þessa dagana.
Mín skrif fjalla um sjávarútvegsmál - ykkar skrif fjalla um mig.
Hvað er það sem rekur menn eins og ykkur til þess að fara ævinlega í manninn en ekki boltann?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.1.2010 kl. 09:47
Já Golli líttu þér nær.
Gott veganesti fyrir þig inn í komandi kosningabaráttu.
www.skutull.is
22.01.2010 - 08:47
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar skýrslu Háskólaseturs Vestfjarða um framgang og áhrif strandveiða síðasta sumars.
Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld til að tryggja áframhald strand veiða næsta sumar og festa þær í sessi og efla,“ segir í bókun sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í gærkvöld með sex atkvæðum gegn þremur.
Tillagan var lögð fram af fjórum bæjarfulltrúum Í - listans og fékk auk þess stuðning eins bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Gísla H. Halldórssonar og fulltrúa B-listans á fundinum, Albertínu Elíasdóttur.
Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu grein fyrir andstöðu sinni gegn strandveiðum með sérstakri bókun.
Stuðningur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar við strandveiðarnar og hvatning til stjórnvalda kemur á sama tíma og samtök kvótahafa blása í herlúðra gegn öllum breytingum á fiskveiðistjórnuninni.
Stjórnarformaður stærsta útgerðarfyrirtækis á Vestfjörðum, Kristján G. Jóhannsson, hefur einmitt ritað grein til að mótmæla niðurstöðum í skýrslu Háskólaseturs Vestfjarða um að strandveiðarnar hafi náð að uppfylla þau markmið sem þeim voru sett.
Í bókun sexmenninganna í bæjarstjórn segir að fullyrða megi að strandveiðarnar hafi hleypt lífi í sjávarbyggðir landsins og áhrif þeirra á samfélögin hafi verið jákvæð.
Bókun bæjarstjórnar í heild hljóðar svo:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar skýrslu Háskólaseturs Vesfjarða um framgang og áhrif strandveiða síðasta sumars.
Samkvæmt niðurstöðum hennar var mikil ánægja með strandveiðarnar meðal flestra hagsmunaaðila, en sérstaklega hjá strandveiðimönnum.
Ennfremur kemur fram að samfélagsleg markmið strandveiðanna um nýliðun, þekkingaröflun og eflingu strandbyggða náðust.
Fullyrða má að strandveiðarnar hleyptu lífi í minni sjávarbyggðir landsins og styrkti þær.
Áhrif þeirra á samfélögin voru mjög jákvæð.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til að tryggja áframhald strandveiða næsta sumar og festa þær í sessi sem fastan punkt í framtíðarskipulagi fiskveiða við landið, að undangenginni endurskoðun á tilhögun veiðanna.“
Níels A. Ársælsson., 22.1.2010 kl. 10:12
Ólína ef skuldirnar eru svona miklar í sjávarútvegi þarf þá ekki ríkið að gera eignarnám allstaðar þar sem skuldir eru miklar? sama hvort að viðkomandi geti borgað af þeim eða ekki?
Fannar frá Rifi, 22.1.2010 kl. 23:55
Það er athygglisvert að ekkert er minnst á það að einungis innan við 20% landsmanna er ánægt með núverandi kvótakerfi. Samt tala sjálfstæðismenn eins og um það ríkji mikil sátt !
Það er líka athygglisvert að ekkert er minnst á þá staðreynd að á tímabilinu 1991-2009 var sjávarútvegsráðuneytinu stjórnað af sjálfstæðismönnum og allan þann tíma hefur staða sjávarbyggða versnað, óánægja með kvótakerfið aukist og leyfður þorskafli minnkað.
Hversvegna talar enginn um árangur kerfisins við að auka afla og þá augljósu staðreynd að kerfið virkar öfugt. Eru fiskifræðingar heilagar kýr eða guðir?
Sigurður Jón Hreinsson, 23.1.2010 kl. 12:07
Sigurður skilur greinilega ekki munin á kerfi til stjórnunar á veiðum og síðan fræðimönnunum sem stjórna þeim.
svona svipað og hann færi að kenna reglum í fótbolta um þau mistök sem dómarar gera.
Fannar frá Rifi, 26.1.2010 kl. 14:39
Hahaha rosa fyndið Fannar. Það er augljóst að það henntar LÍÚ-mafíunni, sem þú ert hluti af, ekki að auka veiðar. Þess vegna er veiðihlutfallið lækkað niður í 20% þrátt fyrir að það séu engar sannanir fyrir því að það stækki stofninn. Fyrir 1980 var veiðihlutfall YFIR 40% og samt stækkaði stofninn þá, þvert á kenningar "fræðingana".
Og sú staðhæfing hjá þér Fannar að þú sért talsmaður frjáls markaðar, er hreinlega aulaleg á sama tíma og þú berst með kjafti og klóm fyrir því að viðhalda einokunarkerfi í veiðum og vinnslu.
Ég er nokkuð viss um að Keisarinn í sögunni um nýju fötin hefur hatað strákguttann sem benti á það augljósa. Golli ert þú keisarinn eða Fannar, essasú ?
Sigurður Jón Hreinsson, 26.1.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.