Hvernig væri nú að fylgja þessu eftir.

Þarna er góður útgangspunktur fyrir Íslensk stjórnvöld til að vinna útfrá. Það þarf að koma Bretum og Hollendingum í skilning um að þeir geti ekki kúgað litla þjóð í áralanga fátækt. Það hefur komið fram áður að þessi lönd hefðu aldrei tekið á sig skuldirnar ef þetta hefði gerst hjá þeim.

Það er svakalegt að pólitísk pissukeppni skuli vera það sem öllu ræður í þessu máli bæði hér heima og í Bretlandi. Kosningar í Bretlandi ráða alfarið framkomu breskra stjórnvalda gagnvart Íslendingum. Hér heima er það hinsvegar uppsafnað hatur og hefnd sem ræður mestu um að engin sátt næst á milli hægri og vinstri flokkanna. Vinstri menn verða að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta á stjórnarandstöðuna.

Íslenskir stjórnmálamenn skulda þjóðinni að koma upp úr skotgröfunum og leysa þetta mál farsællega og á sem ásættanlegastan hátt fyrir íslenska þjóð.

Ef þeir treysta sér ekki til að gera það eiga þeir að fara frá, og hleypa fólki að sem getur náð sátt milli þings og þjóðar.

Sátt verður að nást við þjóðina......


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband