5.1.2010 | 13:18
Hræðsluáróðurinn byrjar um leið.
Væri nú ekki betra hjá þessu fólki að reyna heldur að leiðrétta þann misskilning sem uppi hefur verið allan tímann að Íslendingum beri lagaleg skilda til að borga þetta. Helstu rök forsetans voru þau að þetta yrði til að ná samstöðu milli allra um þetta mál. En Steingrímur og Jóhanna setja drifmótor hræðslubandalagsins í gang um leið og byrja að draga fram allar þær verstu myndir sem til eru.
Hvers vegna í ósköpunum treysta þau ekki þjóðinni til að ákveða hvað er henni fyrir bestu. Ég fyrir mitt leyti treysti þjóðinni mun betur en Svavari Gestssyni og hans liði til að ákveða framhald þessa máls.
Þetta mál verður að leysast í sátt þjóðarinnar og ráðamanna hennar. Pólitískt baktjaldamakk Samfylkingarinnar og VG og hugmyndasérfræðinga þeirra á ekki við í þessu máli. Því var meira að segja forsetinn sammála.
Þjóðin ræður........
Endurreisnaráætlun í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þessu
Arna Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:17
Heyr heyr.
Þjóðin er ekki fífl þó ríkis"stjórnin" álíti það.
Steingrímur hefur náttúrulega alla tíð haldið að hann sé best til þess fallinn að segja almúganum hvað honum er fyrir bestu. Það þarf ekkert að útskýra það nánar hér. Þeir vita það sem fylgst hafa með :o)
Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.