Bjarni setti ný viðmið í klaufaskap.

Framsóknarflokkurinn er liðónýtur og á ekkert eftir nema gefa upp öndina. Stærsta ástæðan eru illdeilur flokksmanna sjálfra í gegn um árin. Eina von þeirra fór út um þúfur þegar fyrrum formaður setti Jón Sigurðsson til valda. Hefðu framsóknarmenn borið gæfu til að velja Sif sem formann þá hefði staðan vafalaust verið önnur.

Búið spil.....


mbl.is Bjarni setti ný viðmið með afsögn sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

sæll ingólfur - ég hef verið umsetinn af hrósi í bloggheimum og víðar og margt af því gríðarlegt oflof. sumu af því hef ég verið einlæglega ósammála en þér er ég sammála, þetta var klaufaskapur umfram það sem ég hélt að væri hægt. og það er dýrmætt að sjá spaugilegu hliðarnar - en ég er vitaskuld ekki sammála því að framsóknarflokkurinn sé að gefa upp öndina - það er vonandi einföldun hjá þér...

Bjarni Harðarson, 15.11.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Bjarni.

Þú átt heiður skilið fyrir hvernig þú tókst á þínum málum. Það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar í því. Það skal ég líka viðurkenna að ég mun sakna þín úr ræðustól alþingis. Það er vöntun á þingmönnum sem tala skírt og skorinort. Það væri annars gaman að vita þína skoðun á þessu sem ég sagði um Sif. Heldur þú að ef hún hefði tekið við þegar Jón var settur inn, að staða flokksins væri önnur.

Ingólfur H Þorleifsson, 15.11.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Jón Sigurðsson var einhver frábærasti stjórnmálaforingi sem um getur á síðustu árum. Allir sem störfuðu með honum vitna um hve hann var lýðræðislegur. Hann er líka svo lítillátur og hógvær að þegar hann komst ekki inn á þing, þá sagði hann formannsstöðunni lausri. Ef hann væri á þingi núna þá væri hann vísast búinn að segja sig frá þingmennsku þangað til búið væri að rannsaka hverjir eru saklausir af bankahruninu. Hann segir hér meðal annars:

Við erum mörg sem berum ábyrgð á forsendum og aðdraganda þeirra. Nú þarf að rannsaka öll þessi mál á hlutlægan hátt og síðan að stokka öll samfélagsspilin. Við þurfum nýtt forystulið, ný andlit og ný nöfn. Við þurfum nýja byrjun og nýja stefnu. Við sem erum ábyrg eigum að hjálpa til en getum ekki tekið forystuhlutverk nema með sérstöku endurnýjuðu umboði.

Áður en hann tók við flokknum var ég alvarlega farinn að íhuga að kjósa eitthvað annað, eftir allt of langan valdatíma Halldórs. Hann gaf nýja von, en yfirgaf stjórnmálin allt of fljótt. Ég er ekki sammála honum í Evrópumálunum en ég var hins vegar feginn að hann var valinn en ekki Siv. Mér finnst Siv að vissu leyti tækifærispólitíkus, þó að vísu megi margt gott um hana segja. Ég held að ef Jón hefði verið nokkur ár í viðbót þá hefði hann náð að kveða niður flokkadrættina innan flokksins.

Einar Sigurbergur Arason, 17.11.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband