Það er verið að kúga okkur Geir !

Það er á hreinu að við látum ekki kúga okkur segir forsætisráðherra. Það er greinilegt að við fáum ekki þetta lán nema semja um Icesave fyrst. Forsætisráðherra hefur einnig sagt að við munum ekki ábyrgjast greiðslur vegna Icesave. Þá liggur það ljóst fyrir að við erum ekki að fara fá lán hjá IMF. Þá þarf að snúa sér að öðru.

Segum upp stjórnmálasambandi við þessar óvinveittu þjóðir, Breta, Hollendinga og Þjóðverja. Hættum að selja þeim fisk og snúum okkur að öðrum löndum. Setjum meiri kraft í að semja við Rússa og Kínverja. Ef það dugar þá getum við sagt okkur úr NATO líka. Það er orðið kýrskýrt að þessar þjóðir ætla ekki að hjálpa okkur og því eigum við ekkert að eiga við þær að sælda.

Á meðan þeir draga okkur á asnaeyrunum þá eru fólk og fyrirtæki á Íslandi að tapa stórum upphæðum á hverjum degi. Það er stóra verkefnið sem ríkisstjórnin verður að taka á og leysa ekki seinna en strax.

Tíminn er naumur......

 

 


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband