Algert skilningsleysi yfirvalda.

Alltaf skulu það verða fyrstu viðbrögð hjá kerfisfólkinu í Reykjavík að skera niður á landsbyggðinni. Það er með hreinum ólíkindum hvað skilningsleysi þessa fólks er algert þegar kemur að stofnunum á landsbyggðinni. Mörg þau störf sem þó hefur tekist að koma út á land úr 101 hafa kostað mikla vinnu sveitarstjórnarfólks og annarra heimamanna.

Það er því fullkomlega skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur. Hér í Ísafjarðarbæ lítur út fyrir að allnokkur störf sem komið hafa vestur á undanförnum árum séu í hættu. Til að ná þeim störfum var unnin mikil undirbúningsvinna m.a. með svokallaðri vestfjarðaskýrslu sem var unnin til eflingar atvinnulífi á Vestfjörðum. Einnig hafa fjórðungssambandið og Atvest unnið mikla og góða vinnu til að ná hingað störfum.

Hér hafa verið í umræðunni breytingar á sýslumannsembættinu á Ísafirði. Talað er um að breyta skattstjóraembættinu, leggja niður fjögur störf við skjalaflokkun sem er nýlega komin vestur og svo mætti telja áfram.

Það er mjög mikilvægt að Alþingismenn og sveitarstjórnarfólk standi saman og mótmæli harðlega öllum niðurskurði hjá ríkisstofnunum á landsbyggðinni. Í kvöldfréttum RUV var sagt að engin þingmaður NV-kjördæmisins  væri mættur á þennan fund á Sauðárkróki, en þeir komu samt nokkrir eins og kemur fram í athugasemd hér að neðan.

 Þetta eru málin sem þingmenn okkar eiga að berjast fyrir, til þess eru þeir kjörnir.

Landsbyggðin vaxi og dafni......


mbl.is Skerðingu mótmælt í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Árnason

Leiðrétting á frétt. Þingmenn voru ekki mættir þegar að fundurinn byrjaði. Þeir sem mættu voru: Guðbjartur Hannesson (S), Jón Bjarnason (V), Einar Kr. Guðfinsson (D), Gunnar Bragi Sveinsson (B) og Guðmundur Steingrímsson (B).

Sigurður Árnason, 27.10.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Takk fyrir þessar upplýsingar Sigurður.

Það var ótrúlegt að engin þingmaður væri mættur á þennan fund.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.10.2009 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband