Ein fölsk rödd skemmir kórinn.

Þessi grein Lilju Mósesdóttur á örugglega eftir að verða til þess að morgunkaffið fari öfugt ofan í Steingrím Joð. Hann er næsta víst ósammála þessu, eins og öllu öðru. Hann og Jóhanna hafa ekki í hyggju að láta endurskoða þetta neitt, heldur koma þessu í gegn í hvelli. AGS er með hreðjatak á þeim báðum og mun ekki ansa því að semja upp á nýtt.

Þetta er staðan í dag. Ódæll armur innan ríkisstjórnarinnar er á öndverðu meiði við forystumenn hennar og það er ekki vænlegt til árangurs. Falskar raddir virka illa í kór. Það er ekki alltaf hægt að kenna lagavalinu um.

Engin samstaða um stóru málin......


mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Athygglisverð afstaða til lýðræðis.  Ekki skrítið að Sjálfstæðisflokkurinn skuli aldrei losna við nasista-samlíkinguna.

Sigurður Jón Hreinsson, 22.10.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sérhvert er nú lýðræðið Siggi. Ég veit ekki betur en að menn hafi verið reknir úr ríkisstjórninni fyrir að hafa aðrar skoðanir. Þú villt kannski kalla það lýðræði, ekki ég.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.10.2009 kl. 12:23

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flestir sjálfstaðismenn átta sig á að landið er rjúkandi rústir eftir 18 ára valdaferil þeirra. Flestir þeirra átta sig á að nú verða allir landsmenn að taka þátt í björgunarstörfum til að forða komandi kynslóðum frá að sökkva í endalausa fátækt.

Flestir en greinilega ekki allir því þér Ingófur þykir þetta fyndið. 

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég nenni ekki að rökræða við enn einn snillinginn sem heldur að allt slæmt í heiminum sé Sjálfstæðismönnum að kenna. Fólk er fyrir löngu búið að sjá í gegnum þessa úlfur úlfur aðferð ykkar.

Það mun sína sig í næstu kosningum.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.10.2009 kl. 12:56

5 Smámynd: Jón Páll Jakobsson

Ekki samþykki ég að rödd Lilju sé fölsk. Held að hún sé heil í sínum skrifum og verkum. Ekki er hægt að segja það um marga þingmenn úr öllum hinum flokkunum

Jón Páll Jakobsson, 22.10.2009 kl. 21:32

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Jón Páll.

Enda er ég ekki að tala um rödd Lilju. Ég er meira að tala úr munni forystumanna ríkisstjórnarinnar. Þar vilja menn ekki hafa raddir sem hljóma öðruvísi en ráðherrakórinn.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.10.2009 kl. 22:36

7 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Eins og áður hefur komið fram, þá eiga sjálfstæðismenn búandi í glerhúsum, að forðast grjótkast.  Enginn flokkur á Íslandi hefur fótum troðið lýðræðið á viðlíka svívirðilegann hátt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert mörg undanfarin ár.

Sigurður Jón Hreinsson, 25.10.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband