Grænar hugsjónir.

Stefna VG í umhverfismálum á eftir að verða til þess að við getum ekki unnið okkur út úr vandanum. Ákvörðun umhverfisráðherra um suðvestur línu og þessi orkuskattaáform Steingríms Joð eru strax farin að hafa slæm áhrif framkvæmdir á suðvestur horninu. þessar grænu hugsjónir þeirra eru dragbítar á allar stærri framkvæmdir. Verst er þó að VG hefur engar hugmyndir fram að færa til atvinnusköpunar, og hefur aldrei haft. Einhverjar rómantískar klisjur um eitt starf þar og annað hér duga ekki núna.

En það vekur kannski smá von hjá einhverjum að hinn stjórnarflokkurinn er ekki sammála umhverfisráðherra, og iðnaðarráðherra hafði ekki einu sinni heyrt af þessum orkusköttum. En vandamálið er að Samfylkingin getur ekki staðið í lappirnar í neinu máli og það eina sem forystan þar hugsar um er að halda völdum sama hvað það kostar.

Afturhaldsstefna........


mbl.is Áform um orkuskatt og ákvörðun umhverfisráðherra valda mikilli óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Talandi um afturhaldsstefnu þá sýnist mér viðhorf þitt heyra þar undir en ekki ákvarðanir umhverfisráðherra. Þú hefur væntanlega heyrt talað um hlínun jarðar af mannavöldum. Og því ótækt að land sem mengar 17 tonn á íbúa af koltvísíringi á að fara að huga að einhverri sjálfbærri atvinnustarfssemi.
Þú segir VG ekki geta bent á neitt annað.
Matvælaframleiðsla er eitthvað sem við kunnum og getum aukið framleiðsluna nær um helming eingöngu fyrir innanlands markað, það myndi skapa nokkur þúsund störf, mun fleiri heldur en þau sem stóryðjan ættlar að leggja til. Hið opinbera þyrfti ekki að fara í neinar framkvæmdir því framleiðslueiningarnar, tækin, mannskapurinn og þekkingin eru til staðar.
Varðandi Húsavík er hægt að starta grænmetisstóryðju sem gæti skapað tugi ef ekki hundruði starfa, útfluttningsráð er í þessum töluðu orðum einmitt að leita fjárfesta í slíkt fyrirtæki erlendis. Það er til nóg af hugmyndum ef menn þrjóskast ekki við að hanga inn í 19. aldar iðnbyltingarhugmyndum.

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 16.10.2009 kl. 08:27

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þar fékstu á baukinn Golli.

Takk fyrir hjálpina Guðbergur.

Svo mætti skapa 5000 störf á einni nóttu með því að leggja af eitt illræmdasta kvótakerfi veraldar og taka upp þjóðhagslega nauðsynlega fiskveiðistjórnun að fyrirmynd færeyinga.

´Máli mínu til sönnunar bendi ég áhugasömum á að kynna sér innihald meðfylgjandi links.

Sjá hér fyrir neðan;

http://kvotasvindl.blog.is/blog/kvotasvindl/video/7486/

Níels A. Ársælsson., 16.10.2009 kl. 11:46

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Golli, alltaf jafn málefnalegur og fyndinn.  Prufum nú að umorða þetta aðeins og sjáum hvort að við fáum einhvað sem allir kannast við!

Stefna (VG) Sjálfstæðisflokks í (umhverfismálum) Sjávarútvegsmálum á eftir að verða til þess að við getum ekki unnið okkur út úr vandanum. Ákvörðun (umhverfisráðherra) fyrrverandi sjávarútvegsráðherra  um (suðvestur línu) niðurskurð kvóta og þessi (orkuskattaáform Steingríms Joð) leiguverð eru strax farin að hafa slæm áhrif framkvæmdir á (suðvestur horninu) landsbyggðinni. þessar (grænu hugsjónir) hagræðingarhugmyndir þeirra eru dragbítar á allar (stærri) framkvæmdir. Verst er þó að (VG) Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar hugmyndir fram að færa til atvinnusköpunar, og hefur aldrei haft. Einhverjar (rómantískar) klisjur um eitt starf þar og annað hér duga ekki núna.

En það vekur kannski smá von hjá einhverjum að (hinn stjórnarflokkurinn) landsmenn er ekki sammála (umhverfisráðherra) sjalfstæðismönnum, og (iðnaðarráðherra) ESB hafði ekki einu sinni heyrt af þessum (orkusköttum) brotum á EES-samninginum. En vandamálið er að (Samfylkingin) Einar Kristinn getur ekki staðið í lappirnar í neinu máli og það eina sem (forystan þar) brúðumeistari hans hugsar um er að halda völdum sama hvað það kostar.

Kunnugleg afturhaldsstefna........

Sigurður Jón Hreinsson, 17.10.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband