Þvílíkur áhugi á Vestfjörðum allt í einu.

Ekki það að maður sé ekki feginn að losna við krepputalið smá stund. En hvað er málið með þessa blessuðu fréttamenn. Þó svo að það snjói svolítið og smá spýjur komi úr snarbröttum hlíðum. Þetta ástand er hvorki verra né betra en í ótalmörg skipti áður. Eins og Diddi Rós sagði  í fréttunum áðan þá er þetta bara venjulegt vetrarveður sem gert er allt of mikið úr. Það skal þó tekið fram að það er aldrei of varlega farið hjá yfirvöldum sem annast eftirlit í fjöllunum. En fyrir stóru flóðin var ekki spáð í svona lagað. Yfirvöld fóru ekki að ríma hús fyrr en eftir að þau féllu.

Það væri nú munur ef fjölmiðlafólk sýndi meiri áhuga öllum þeim frábæru hlutum sem eru að gerast hér á svæðinu á hverjum degi. En því er nú ekki að heilsa nema að litlu leyti. það er eins og ekki sé varið í fréttir af svæðinu nema að þær séu neikvæðar. Þetta er orðið svolítið þreytandi að ekki megi snjóa þá fari misjafnlega upplýstir fréttamenn á stúfana og dramatiseri fréttir með þvílíkum tilþrifum. Spurningar þeirra eru líka á stundum stórskemmtilegar eins og þessi sígilda "Stendur flóðbylgjan enn yfir" sem fréttakona spurði íbúa á Suðureyri fyrir nokkrum árum eftir að sjór gekk á land eftir að snjóflóð féll úr norðurhlíðum Súgandafjarðar.

Ég get staðfest það hér sem innfæddur Vestfirðingur að ég hef oft séð meiri snjó en í dag, bara svo að það sé á hreinu. En þar sem eru fjöll þar geta komið snjóflóð, og við gerum okkur grein fyrir því. Það þarf ekki að blása þetta svona upp í fjölmiðlum.

Æsifréttamennska......


mbl.is Bolvíkingar komnir heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband