Pólitísk viðrini.

Það gat ekki verið að Samfylkingin héldi út heilt kjörtímabil. Flokkur sem er settur saman úr fjölda annarra smáflokka getur aldrei komist að sameiginlegri niðurstöðu. Það er hver höndin upp á móti annarri, og þannig verður það áfram. Ingibjörg er límið og þegar hennar nýtur ekki við þá er þetta samkrull búið að vera.

Sjálfstæðisflokkurinn gerði það eina rétta, Það er ekki ásættanlegt að láta Samfylkinguna kúga sig. Næst besti kosturinn er Þjóðstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Hvað gerist næst.....


mbl.is Samfylkingin ekki starfhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mýsnar tóku völdin þegar kötturinn var ekki lengur til að halda þeim niðri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Þið eruð samir við ykkur sjálfstæðismenn.Hafi þið ekki hlustað á hvað þjóðin vill? Hún hefur viljað ríkisstjórnina burt,og svo ert þú að stinga upp á því að næst besti kostur sé þjóðstjórn undir forystu sjálfstæðisflokksins,þú ert að stinga upp á því sem að þjóðin hefur viljað losna við þ.e.a.s. forystu sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn.Það er kominn tími á ykkur sjálfstæðismenn að þið sitjið hinu meginn við borði,og þó að fyrr hefði verið,því að þið eigið mestu sökina á því hvernig ástandið í þjóðfélaginu er í dag.

Hjörtur Herbertsson, 26.1.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband