Fyrirheitna landið.

Fylgismenn aðildar að Evrópusambandinu hafa haft hátt í umræðunni undanfarnar vikur. Þar fara fremstir í flokki forystumenn Samfylkingarinnar. Það þarf engum að koma á óvart að það fólk vilji ganga í Evrópusambandið. Þar á bæ hefur þetta samband verið lofað í mörg ár. En þar í flokki eins og öðrum eru skiptar skoðanir, og sumir flokksmenn hafa sagt að forystan hafi ekki heimild til að fara í aðildarviðræður. Sú staða sem nú er uppi í Íslensku efnahagslífi gerir það hins vegar að verkum að aðildarviðræður nú væru glapræði. Það að þurfa að fara í svoleiðis viðræður á hnjánum kæmi bara til með að veikja okkar stöðu.

En þó svo að ég hafi reynt að hlusta eftir því hvers vegna fólk vill fara þarna inn þá hef ég ekki enn heyrt þau rök sem duga til að sannfæra mig. Ég hef aftur á móti tekið eftir að formaður og varaformaður Samfylkingarinnar hafa ekki getað sagt fólki að við fáum að hafa óskertan rétt yfir auðlindum okkar til lands og sjávar. Ágúst Ólafur segist hafa trú á að það verði hlustað á okkar kröfur. Er það nóg fyrir hann að hafa trú ?  Ég hef hins vegar séð haft eftir forsvarsmönnum Evrópusambandsins að Íslendingar muni ekki fá neina sér meðferð í sjávarútvegsmálum ef til aðildarviðræðna kemur. Bara það var nóg til að sannfæra mig að þarna inn höfum við ekkert að gera.

Staða okkar í framtíðinni er mun sterkari fyrir utan sambandið. Þá getum við haldið áfram að selja þessum löndum okkar framleiðslu, og haft af því tekjur. Innganga gerir það aftur á móti að verkum að frá Brussel verður ákveðið hvað og hvert verður selt, og á hvaða verðum. Það eru slök skipti að mínu viti.

Hvað finnst fólki um þá staðreynd að í tólf ár í röð hafa skoðunarmenn reikninga Evrópusambandsins neitað að skrifa uppá þá. Ástæðan er alltaf sú sama, langstærstur hluti útgjaldaliða Evrópusambandsins eru óútskýrðir eða um 90%. Ekki er vitað í hvað þessir fjármunir (sem renna í sjóði sambandsins úr vösum skattgreiðenda) hafa farið nema að örlitlu leyti.

Er þetta það sem við getum sætt okkur við í framtíðinni.  Ég bara neita að trúa að fólk sé tilbúið að gefa eftir þann rétt sem við höfum til að ákvarða sjálf hvernig við ráðstöfum landsins gæðum. Þó að vissulega sé slæm staða uppi í Íslensku efnahagslífi, þá er hún ekki svo slæm að við þurfum að skríða inn í Evrópusambandið.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok janúar verður tekist á um þessi mál. Það er á hreinu í hvaða liði ég verð á þeim fundi.

Ég segi nei.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Þar er ég sammála þér Ingólfur, ég hef enn ekki lesið, séð eða heyrt nógu sannfærandi rök fyrir inngöngu. Ég segi líka nei....

Harpa Oddbjörnsdóttir, 3.1.2009 kl. 15:28

2 Smámynd: Guðjón Már Þorsteinsson

Ég hef ekkert skipt um skoðun og segi enn nei. En ég hlakka mikið til þess að fara í umræðuna þegar spekingarnir spjalla um hvað verði okkar 300 þúsund manna til hagsbóta við að ganga inn í samband Evrópu.

Guðjón Már Þorsteinsson, 4.1.2009 kl. 20:56

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Sjáumst á landsfundinum félagi.

Kv.

Örvar

Örvar Már Marteinsson, 4.1.2009 kl. 23:42

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

sæll félagi

ef ég væri ekki með vinstri höndina reifaða myndi ég haf þessar línur lengri.  við verðu að horfa á þessi mál fordóma laust og ég get bent á mörg jákvæð atriði við inngöngu.  ég mun hinsvegar ekki fórna sjávarvegnum á því altari.  ég segi kannski.  hinsvegar já umviðræður

Gunnar Þórðarson, 8.1.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband