Hvenær verður byrjað að handtaka Íslensku útrásar glæpamennina.

Íslensku fjárglæfra víkingarnir eru allir enn í fullu fjöri. Byrjaðir að reyna að kaupa rústirnar af gömlu fyrirtækjunum, og beita sömu sjónhverfingunum og áður. Hversu lengi ætla stjórnvöld að leyfa þessum mönnum að vaða uppi.

Menn sem hafa spilað sig stóra skulda tugi og hundruð milljarða króna og það er ekki fræðilegur möguleiki að þeir séu borgunarmenn fyrir þessum skuldum. Samt sem áður keyra þeir enn um á Range Rover jeppunum sínum eins og ekkert hafi í skorist.

það á að stoppa þessa menn strax......


mbl.is Bagger í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Þú hlýtur að sjá að allar aðgerðir frjálshyggjuflokkanna í ríkisstjórninni miða að því að þessir menn sleppi, geti keypt bankana aftur og sett þá aftur á hausinn.

Björgvin R. Leifsson, 7.12.2008 kl. 13:40

2 identicon

Góðan dag; Ingólfur, líka sem aðrir skrifarar og lesendur !

Tek undir; með Björgvin Rúnari, eindregið.

Ingólfur ! Líkast til; er nú svo útþynnt, blóð í æðum ykkar, Vestfirzkra frænda minna, að þið gerið ykkur flest að góðu, samanber uppihaldið, á Bolvízka ódrættinum Einari Kr. Guðfinnssyni, svo eitt dæma sé tekið.

Hvernig væri nú; að þú mannaðir þig upp í, að hvetja til handtöku og aftignunar, á þeim stjórnmálamanna óbermum, hverjir ekki eiga síður sök á, hversu komið er málum, líka sem fjárplógsmanna þeirra, hverjir upp hafa gengið, á ökrum Frjálshyggjunnar, líkt og selshausinn, í Fróðárundrum, Ingólfur minn ?

Þið Vestfirzkir; skuluð ekkert vera að derra ykkur, upp í stuðning, við mestu skaðræðisöfl síðari tíma sögu, þótt svo FLOKKS hollusta sumra ykkar, sé lands- og fólks hollustu yfirsterkari.

Hann er orðinn langur; vegurinn frá þeim Gesti Oddleifssyni í Haga, sem og Hrafni frænda mínum, og græðara, á Eyri Sveinbjarnarsyni, til þeirra, sem nú byggja þennan göfuga fjórðung, og elsta hluta okkar lands, Ingólfur minn !

Með sæmilegum kveðjum þó; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband