Hægri hroki og vinstri viska.

Ef tekið er mið af athugasemdum við bloggið hér á undan, þá er allt sem við Sjálfstæðismenn höfum að segja hroki. Ef aftur á móti vinstra liðið opnar munn þá vellur upp úr því tóm viska. Án þess að ég þurfi nokkuð að réttlæta skrif mín hér fyrir nokkrum þá ætla ég samt að gera það.

Sú frétt sem ég bloggaði um sýndi börn og unglinga halda á kröfuspjöldum og henda eggjum í alþingishúsið. Það er skríll og ekkert annað. Hvað varðar það fólk sem var að mótmæla á friðsaman hátt þá hef ég ekkert við það að athuga. Fólk hefur fullan rétt til að mótmæla því sem það telur að öðruvísi megi fara. Það gjaldfellir bara svo mikið málstaðinn þegar fámennur hópur tekur sig út úr eins og gerðist í gær.

Ég stórefa að það ágæta fólk sem kom með athugasemdir í gær um hroka minn geti sagt að það styðji að ráðist sé á lögreglumenn sem sinna skyldustörfum, eða að eggjum og jógúrti sé kastað í alþingishúsið. Svoleiðis aðgerðir gera ekkert nema auka á vandann sem við er að eiga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag; Ingólfur !

Hygg; að tæpast megi kalla Sjálfstæðismenn hægri menn; enda,...... örlar lítt, á riddaralegri kurteisi, innan búða þíns fjanda flokks, Ingólfur minn.

Auðvitað; eiga vaktarar (lögregla), að gæta hagsmuna alþýðu, enda, ....... eru það sameiginlegir hagsmunir þeirra, að hrekja, með öllum tiltækum ráðum, þau illskunnar öfl, hver mergsogið hafa land og fólk, hér á Fróni, allt of lengi.

Svo einfalt er það; Vestfirðingur góður !

Farðu nú; að lyfta höfði þínu, upp úr þeim sandi, hver allt oflengi hefir byrgt þér raunverulega sín, til þjóðlífsins þarfa, sem og þá ógnarkrafta, sem leysa má úr læðingi, með heilbrigðum nytjum, af íslenzkri náttúru, til lands og sjávar, og að pokaprestum frjálshyggju skrímslisins, verði aldrei hleypt inn á þann völl, að nokkru leyti, með sín verðlausu verðbréf sýndarmennsku og heimsku sinnar græðgi, Ingólfur minn.

Með dágóðum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Sæll Ingólfur, les stundum bloggið þitt. Sannur Sjálfstæðismaður, það er gaman að þeim sem standa við sína stefnu og haldaá strikinu þótt þeir  séu með bundið fyrir bæði augu, en sanntrúaðir lifa, þvi maður kemst langt á trúnni. 

Það hefur alltaf verið svo að þegar mótmælt er og nú er svo sannarlega ástæða til að mótmæla , þá fylgja eggjakastar með í kaupunum. Það er eins öruggt og nótt fylgi degi.Það verður bara að horfa fram hjá því og ef sjálfstæðismenn sjái ekki tilgang þess og bænaróp fimm þúsund manns þegar þeir koma saman í miðbænum, þá ættu þeir nú bara að fara að lesa Andrés Önd.....

Halla Signý Kristjánsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Katrín

.....það er gaman að þeim sem standa við sína stefnu og haldaá strikinu þótt þeir  séu með bundið fyrir bæði augu, en sanntrúaðir lifa, þvi maður kemst langt á trúnni....

Þú sem sagt kannast við þetta Halla Signý....sem Frjálslyndur sjálfstæðis/framsóknar/samfylkingar/vinstri grænn maður..??

Andrés önd er góð og holl lesning öllum sem og heimspeki Bangsimon sem ættu allir að kynna sér

Katrín, 10.11.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Já ég kannast við þetta, SUMIR viraðst blindaðir í trúnni, en ekki annað hægt að taka ofan fyrir þeim fyrir tryggðina,

heyra það sem þeir vilja heyra og sjá það sem þeir vilja sjá, margar góðar og virðingarverðar ræður voru fluttar á þessum "mótmælum" en það sem uppúrstóð hjá sumum var eggjakastið sem varla er hægt að byggja á. Eggjaeigendur hefðu kastað eggjum þrátt fyrir að það hefði verið að mótmæla, Mjóafjarðarbrúnni. þeir kasta eggjum sem eiga þau,, eða voru það einhver aðrar landbúnaðarafurðir??

Halla Signý Kristjánsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband