Vitanlega vilja Akurnesingar taka við þessu fólki.

Þessi fundur segir allt sem segja þarf um málflutning Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Frjálslynda flokksins í þessu flóttamannamáli. Það hljóta allir að sjá hvaða hvatir standa að baki þeim málflutningi sem Magnús hefur viðhaft í þessu máli. Allt tal þeirra um að Akurnesingar vilji ekki þetta fólk er bull.

Dagar Frjálslynda flokksins eru senn taldir. Þessi andúð þeirra á útlendingum verður til þess að fólk missir þá litlu trú sem það hafði á þessum flokki.

Þeir hefðu betur einbeitt sér að sínu eina máli hingað til.

kvótakerfinu.....


mbl.is Góður andi á upplýsingafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðunn Atli Sigurðsson

Sjálfstæðismenn þurfa mikið á því að halda að slá ryki í augu fólks þessa dagana og því reyna þeir að búa til mál úr engu.

Þeir þurfu jú með öllum  mætti að snúa athygli fólks frá sér og sínum, sínu aðgerðarleysi, sínum valdshroka og sínum eigin aumingjaskap.

Skoðun fólks er misjöfn og það eiga allir rétt á sinni skoðun, ef sjálfstæðismenn eru á móti því þá eru þeir eftil vill nær kommanum en þeir halda.Að halda því fram að þarna sé á ferð einhver rasismi er gjörsamlega fáránlegt, barnalegt og sýnir ekkert annað en fávisku manna, menn eru eiginlega að gera sig að fíflum.

Þetta er svo lélegt að halda þessu fram og að halda því fram að Frjálslyndi flokkurinn sé eitthvað meira búinn á því en hinn aðgerðarlausi Sjálfstæðisflokkur.Ég held að sjálfstæðismenn ættu að taka aðeins betur til í sínum garði áður en þeir gagngrína aðra, valdagræðgin, valdníðslan og síðast en ekki síst valdshrokinn er að sundrunga þessa þjóð, það er kominn tími til að reka Sjálfstæðismenn úr ríkisstjórn, gefa þeim frí, þeir hafa ekkert annað en gott af því og eiga ekkert annað skilið.

Auðunn Atli Sigurðsson, 28.5.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Auðunn.

Lestu bara pistla þingflokksformanns Frjálslyndra á bb.is.

Þá sérðu að þetta sem þú ert að segja er bull.

Það sem eftir stendur þó er andúð Magnúsar Þórs á útlendingum. og málflutningur hans í þessu máli sannar það.

Ingólfur H Þorleifsson, 29.5.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband