Sjúkrabílar sjómannanna.

Bergþór Gunnlaugsson yfirstýrimaður og afleysingarskipstjóri á Hrafni GK sendir athyglisverða grein á vísir.is í dag þar sem hann réttilega furðar sig á hvernig yfirstjórn LHG ráðstafar þyrlum sínum. Hann tilgreinir tvö dæmi þar sem ekki fékkst þyrla til að sækja slasaðan sjómann á haf út.

Hann segist sjaldan á sínum sjómannsferli hafa verið niðurlægður eins og þegar hann heyrði svo í fréttum að þyrla frá LHG hefði verið notuð til að smala svöngum hrossum af afrétti í fyrradag austur í sveitum. TF- Líf var keypt eftir söfnun á meðal þjóðarinnar og þar áttu sjómenn drjúgan þátt í því hversu vel tókst til.

Hvers vegna er skipstjóra synjað um þyrlu til að sækja slasaðan mann á haf út, en þær svo notaðar til að smala hrossum á afréttum?

Bergþór setur fram nokkrar spurningar í lok greinar sinnar þar sem hann spyr yfirstjórnendur LHG um eftirfarandi.

Hvað mörgum útköllum til sjómanna hafi verið synjað og forsendur synjunar?

Einnig kannað hvert einasta flug þyrlana, tilgang þeirra og hverjir óski eftir aðstoðinni?

Einnig óskar hann eftir opinberri úttekt á starfsháttum LHG varðandi sjúkraflug.

Þessum spurningum hljóta stjórnendur Landhelgisgæslunnar að þurfa að svara þeim sjómönnum sem þó stunda enn fiskveiðar á íslandsmiðum.

furðuleg vinnubrögð.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Væntanlega hefur eigandi hrossana borgað fyrir smölunina...

Gló Magnaða, 7.2.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband