þér kemur það bara ekkert við hvort að fólk eldar skötu heima hjá sér eða ekki.

skötuveislaSigurður Helgi Guðjónsson formaður húseigendafélagsinns er í 24stundum í dag og finnur þar skötusuðu allt til foráttu. Þar sýnir hann fávisku sína þegar hann segir skötu frekar úrgang en mannamat. Hann gefur einnig í skin að fólksflótti og byggðaeyðing á vestfjörðum geti verið út af vondri lykt af kæstri skötu. Hann heldur því einnig fram að á vestfjörðum þyki vondur matur góður. Er manngreyið ekki í lagi ég bara spyr, eða er hann bara svona heimskur.

Er hann bara að hugsa um rétt þeirra húseigenda sem finnst lyktin ekki góð. Hvað með þá húseigendur sem eru hrifnir af soðinni skötu. Er maðurinn ekki formaður allra húseigenda eða fer hann bara eftir sínu auma nefi. Það er óþolandi að lesa svona greinar sem gera lítið úr fólki og þeirra venjum og áratuga gömlum siðum.

Þó svo að þó sért ekki hrifinn af kæstri skötu Sigurður Helgi þá er fullt af fólki bæði á Vestfjörðum og annarsstaðar á landinu sem er það. Þér kemur það bara ekkert við hvað fólk setur í pottana á sínu heimili.

Formaður í skötulíki.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega flettu upp orðinu ´fjölbýlishús´ við tækifæri, ágæri Gulli, næst þegar þér langar að hamra á fólki sem er að takast á við þéttbýlisvandamál.  

Nema þú sért of gáfaður til þess, þannig að allt komi þér við?

Kári Geir Bjarnason (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:12

2 identicon

Uuu.. Nei ég myndi ekki segja að það væri sama með skötuna. Flest allir hafa það sem hefð einu sinni á ári að borða skötu en allflestir sem reykja gera það daglega. Þykir mér þetta vera algjört röfl að tala um vonda lykt af skötu. Ekki þykir mér nú lyktin æðisleg en dytti ekki í hug að að gera svona athugasemd við hana. Hún er nú einu sinni hluti af jólunum.

Arna (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 09:12

3 Smámynd: Gló Magnaða

Mér finnst að það eigi að banna Hesta. Það er vond fíla af þeim og ég fæ andateppu þegar ég mæti hestamönnum á götu eða í verslunum.

Jafn fáránlegt.  

Gló Magnaða, 13.12.2007 kl. 10:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja héna altaf gerist eitthvað skondið, ég las ekki þessa grein

sá hana bara útundan mér, Fólksflótti frá vestfjörðum gæti verið út af vondri lykt, ég bjó nú á Ísafirði í 10 ár, varð ekki vör við vonda likt og ég er fædd og uppalin í R. við skötu og síginn fisk, þvílíkt lostæti.

Takk fyrir góð skrif Golli er búin að hlæja mig máttlausa.

ps. Flottir mynd með cool gæjum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2007 kl. 15:21

5 identicon

Nú held ég að Ingólfur hafi gleymt að taka rítalínið eina ferðina enn. Hann Sigurður helgi Guðjónsson er frábær penni og ég hló mig alveg máttlausan þegar ég las greinina hans, hláturinn lengir lífið og ég skora á alla að lesa greinina. Mér finns nú menn orðnir heldur viðkvæmir.

kv sig haf

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:49

6 identicon

Þú hefur hefur farið öfugum megin fram úr í morgun Ingólfur.  Það er svo sem allt í lagi að borða skötu einu sinn á ári, svona fyrir stemminguna, ekki síst ef drukkið er með henni ís kalt brennivín þannig að mörinn sé vel klesstur við góminn. En lyktin minnir meira á úrgang.

Þú getur ekki miðað okkur öll við vestfirðinga sem eru aldir upp við að borða skötu á öllum tímum árs. Ég bjó á vestfjörðum í tíu ár og vandist skötunni aldrei. Því miður smakkaði ég ekki kúlaðan steinbít fyrr en ég var fluttur, það er frábær matur, sem ég held að fáist ekki nema fyrir vestan.

Árni Pálsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:00

7 identicon

Það ætti frekar að banna sjálfstæðisflokkinn. Það er hann sem er að rústa byggð á vestfjörðum ekki skatan, það verður ekki langt í það að landbúnaðarráðherrann banni sjómönnum að veiða skötu, og hvað ætlar þú þá að borða á þorláksmessu ingólfur? hrossakjöt? það er allavega betri þefur af kæstri skötu en sjálfstæðisflokknum.

bjarni kjartansson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband