Efling atvinnulífs eða ekki.

Mikið hefur verið rætt um síðasta fund bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Þar hefur tillaga Gísla H Halldórssonar um kolefniskvóta verið efst á baugi. Það var aðeins eitt sem vakti fyrir Gísla með þessari tillögu, að Vestfirðir gleymdust ekki eina ferðina enn. Þessi tillaga hitti ekki í mark hjá minnihlutanum.

Afstaða Jónu Benediktsdóttur kemur ekki á óvart ef mið er tekið af því að hún er Vinstri Græn. Hver man eftir máli þar sem þeir hafa ekki verið á móti eða setið hjá ? Það sem kemur mér hinsvegar á óvart er að starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, sem hefur það hlutverk samkvæmt atvest.is að efla atvinnulíf og mannlíf Vestfjörðum, skuli taka af allan vafa um að olíuhreinsistöð geti risið á Vestfjörðum. Því án kolefniskvóta getum við gleymt því að stöðin rísi nokkurn tímann.

Atvinnuþróunarfélagið lítur á atvinnulífið sem hornstein samfélags og mannslífs og er því hlutverk félagsins fyrst og fremst að efla atvinnulíf með þeirri þjónustu sem félagið getur veitt. Starfsmenn eiga að vinna að markmiðum og stefnu félagsins og nýta sína þekkingu, hæfileika og frumkvæði til þess.

Í samþykktum félagsins er ítarleg skilgreining markmiða,  almennt orðað má segja að markmið félagsins séu eftirfarandi:

  • Viðhalda og fjölga þeim störfum sem til staðar eru á Vestfjörðum.

  • Bæta  þekkingar- og rannsóknarumhverfið á Vestfjörðum.

  • Auka fjölbreytileika atvinnulífs.

  • Efla  og styðja við vöruþróun og nýsköpun hjá starfandi aðilum í atvinnulífinu.

  • Vinna að  nýjum viðskiptahugmyndum/verkefnum sem skapa auknar útflutningstekjur inn á svæðið.

Miðað við þetta þá fæ ég ekki séð annað en að Arna Lára Jónsdóttir hefði í besta falli átt að sitja hjá þegar greidd voru atkvæði um þessa tillögu. Mér er spurn hvort að þeir sem þurfa að leita til Atvest með sín mál megi eiga á hættu að vera settir til hliðar vegna pólitískra skoðana starfsmanna félagsins. Ef að verkefnin hugnast ekki starfsmönnunum sem koma til með að skoða þau. Mér finnst að Arna Lára verði að gera betur grein fyrir þessari afstöðu sinni, og upplýsa okkur hin um hvað hún vill gera í staðinn sem skilar 500 störfum inn á svæðið.

Klaufaskapur.....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Nokkrar spurningar:

Hver á kolefniskvótann?

Þurfum við að kaupa hann?

Hvað kostar kílóið?

Þurfum við hann núna?

Er hann framseljanlegur?

Getum við fengið hann fyrir lítið og selt hann fyrir mikið?

Er gróðavon í þessu?

Meira seinna!

Gló Magnaða, 13.9.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Karl Jónsson

Annars finnst mér pólitíkin fyrir vestan ekki vera á háu plani á þessum víðsjálverðu tímum, þar sem menn eiga að standa saman sem einn út á við en ekki vera að deila um það hver eigi hugmyndirnar og hvenær þær komu fram. Fremur barnalegt og leiðinlegt út á við.

Karl Jónsson, 17.9.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband