Tökum saman á ástandinu.

 ARFHKOLCAW471EYCADEWOERCAVGYDPUCAV5UAX4CAPCV1JBCAG24J1ICA8BA3LVCAKCI2HACAGF2V4LCAFWDB82CA5W1K2VCA5AC0CECAWJ0WQZCAZWCT3ECA7QHDSOCAQAO7R2CANUZAT6CAHMPP90CA6EV7QLÍ ljósi síðustu atburða í atvinnulífinu hér fyrir vestan hef ég verið að hugsa hvort ekki sé komin tími til að fólk fari að líta í eigin barm og gera eitthvað í málunum sjálft. hvers vegna þarf alltaf að fara fram á að ríkisstjórnin leysi alla hluti, þá er ég ekki að tala um ráðamenn sigli lygnan sjó. Við þurfum samkeppnishæft umhverfi fyrir fyrirtækin á svæðinu, lægri flutningsgjöld, lægri vexti og veikari krónu. Þetta eru þau mál sem pólitíkusarnir geta hjálpað okkur með. Það sem að við verðum að gera sjálf er að hætta þessum barlóm að allt sé ómögulegt hér á svæðinu. Hverjum haldið þið að detti í hug að flytja á þetta landsvæði þegar allt er talað niður. Við þurfum að sameinast um að upplýsa fólk um að hér er fullt af góðum hlutum að gerast á hinum ýmsu sviðum og þrátt fyrir erfiðleika á Flateyri nú þá vantar enn fullt af fólki í öðrum fyrirtækjum á svæðinu, hvers vegna talar engin um það ? Ferðamannaiðnaðurinn er á mikilli uppsveiflu, hér er verið að þróa háskólasamfélag, menntaskólinn er öflugur, 3X technology er ört vaxandi fyrirtæki sem selur vörur út um allan heim. Við sem hér búum vitum að það er hvergi betra að vera og hér viljum við vera áfram. Það liggur alveg ljóst fyrir að ef við tökum ekki á þessu saman þá gerir það engin fyrir okkur. Lyftum okkur upp úr volæðinu og gerum gott úr þessum frábæra efnivið sem vestfirðir eru.

Komum okkur aftur á kortið.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband