Hvað gerist næst.

Það virðist vera orðið ansi svart útlitið hjá Framsóknarflokknum. Þeir ná ekki að hækka sig í skoðanakönnunum og nú talar Guðni Ágústsson um að Sjálfstæðisflokkurinn sé stikkfrí í umræðunni. Ég verð nú að viðurkenna það að ég hef aldrei botnað í því hvers vegna þeir eru í svona slæmri stöðu, það er eins og fólk hafi ekki trú á að þeir eigi hlut af því góðæri sem þjóðin hefur gengið í gegn um undanfarin ár. En hvað skildi gerast eftir kosningar? Ein besta ríkisstjórn sem við höfum haft var viðeyjarstjórnin sem kom mörgum góðum hlutum á koppinn fyrir okkur t.d EES samningnum sem er einn stærsti þátturinn í því efnahagsástandi sem verið hefur undanfarin áratug. Ég verð nú að segja að mér lýst betur á samstarf við Samfylkingu en Vinstri Græna. Þó að VG sé sammála Sjálstæðismönnum um að ganga ekki í evrópusambandið þá er bara svo mikill munur á skoðunum þessara flokka að ég sé þá ekki ná saman. Samfylkingin er mun líkari Sjálfstæðisflokknum að því leyti.  þá held ég að Samfylkingin sé reiðubúin að gefa eftir evrópusambandið til að  komast í ríkisstjórn. Mér hefur líka fundist Ingibjörg Sólrún vera ansi blíð við Sjálfstæðisflokkinn undanfarið. Spái því hér með að það verði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem myndi næstu ríkisstjórn.

Hvaða eyja skildi verða fyrir valinu núna.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband