Össi litli er hræddur við vondu kallana.

Hverslags eiginlega er þetta með þennan blessaða utanríkisráðherra sem við eigum. Ef þetta eru viðbrögðin hjá honum í öllu málinu þá er ekki skrýtið að niðurstaðan hefi ekki verið betri. Það er sorglegt að þeir sem fara með okkar mál virðast lyppast niður á hnén við minnstu mótstöðu og skjálfa eins og hríslur.

Hvernig væri Össur að þú opnaðir á þér kjaftinn núna eins og svo oft áður og reyndir að útskýra okkar hlið á málinu. Það fer þér engan veginn að vera undirlægja. Þú gætir í það minnsta reynt að bera þig mannalega og boðið þeim í nefið.

Þjóðin ræður, ekki Bretar og Hollendingar.....

 


mbl.is Íslendingar í vondum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Jakobsson

Þegar þú ert í gjaldþrotameðferð eða nauðasamningum ræður þú ekki ferð heldur kröfuhafarnir. Þannig er það því miður komið fyrir okkur Íslendingum við erum í nauðasamningum, því miður. Við eigum ekki gjaldeyrir til að borga okkar skuldir. Við ráðum ekki för því miður.  

Jón Páll Jakobsson, 5.1.2010 kl. 22:42

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Blessaður og sæll frambjóðandi góður: 1 spurning: Ert þú sammála tillögu Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem kom fram í kvöldfréttum ríkisútvarpsins 6.1.2010?  Svara má með,  sammála eða ósammála.

Bjarni Kjartansson, 6.1.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Bjarni.

Ég sá ekki alla fréttina en það sem ég sá er ég sammála honum. Stjórnmálamenn skulda þjóðinni að ná sameiginlegri niðurstöðu sem þjóðin getur sætt sig við, og ráðið við að borga.  Gangi það hinsvegar ekki á að láta þjóðina kjósa.

Ingólfur H Þorleifsson, 6.1.2010 kl. 20:38

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sammála.  Og svo upp úr þessum bölvuðum skotgröfum, það er komið nóg í bili að minnsta kosti.  Takk fyrir.

Bjarni Kjartansson, 6.1.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband