Amma Gunna.

Í dag er amma mín hún Kristín Guðrún Sveinbjörnsdóttir frá Uppsölum í Seyðisfirði 90 ára. Eins og ég hef áður skrifað um hér þá er ég mikill ömmustákur og hef alltaf verið. Nú í morgun hef ég hugsað hversu mikið það hefur gefið mér að eiga ömmu að í gegnum árin. Þessi hægláta og glaða kona sem ekkert aumt má sjá, nægjusöm og sívinnandi allt sitt líf.

Þó að amma sé enn hjá okkur er hún að sumu leyti farin. Hugur hennar er komin þar sem sálin fer á endanum. Það er erfitt að heimsækja ömmu þegar hún þekkir mann ekki lengur, en allar góðu minningarnar um hana gleðja mann og stundum er eins og rofi aðeins til og hún á betri daga. Um daginn kom stórfjölskyldan saman í kaffi. Þar var Benni frændi minn með nikkuna og spilaði Best eru berin, en það er lag sem mikið er sungið í fjölskyldunni. Amma samdi textann við þetta lag og það var gaman að sjá hana lifna alla við að heyra lagið og taka undir.

Amma er trúuð kona og þó að við þökkum fyrir hvern dag sem við höfum hana hjá okkur þá vitum við að sá sem öllu ræður fer að kalla hana til sín. Ég veit að amma er sátt við það.

Amma dvelur nú á sjúkraskýlinu í Bolungarvík í skjóli fjölskyldu og frábærs starfsfólk sem hugsar um hana.

90 ára sómakona.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband