2.4.2007 | 21:57
Hvar eru lausnirnar
Halldór Halldórsson Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar var í íslandi í dag og þar kom fram að náttúruverndarsinnar sögðust geta komið með 700 störf í stað kárahnjúkavirkjunnar. þeim var boðið að koma með eitthvað af þessum störfum hingað vestur og hvað hefur gerst! ekkert akkúrat ekki neitt. Það er nefnilega mjög auðvelt að vera á móti öllu,en þegar kemur að því að koma með lausnir þá er oft lítið um svör. Held að það sé komin tími fyrir þetta 101 lið að átta sig á því að það geta ekki allir íslendingar setið á kaffihúsunum í Reykjavík og drukkið kaffi latte, það þarf meira að gerast en að setja saman skáldsögu eða ljóð. Það er nefnilega fólk sem þarf að vinna til að sumir geti fengið listamannalaun eða aðra styrki. Það er ekki hægt að kalla þetta bull náttúruvernd að tala bara um virkjanir sem menga sáralítið. Hvar ættlar fólk að fá rafmagn ef ekki á að nota vatnsaflið? Það er komin tími til að þessar miðbæjarrottur fari að átta sig á raunveruleikanum og hætta þessu bulli.
Komið með raunhæfar lausnir en ekki bara mótmæla........
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér minn kæri bróðir. Þetta er löngu komið út í öfgar og þegar fólk getur ekki komið með aðra kosti fyrir atvinnulífið þá þetta orðið hlægilegt. Fyndið hvernig Halldór gerði óbeint grín af öfga náttúruverndarsinnu eins og ég vil kalla þá þarna áðan
Arna Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 22:31
Sæll félagi.
Ég þykist vita að ég eigi vísan stuðning frá þér varðandi þá ósk mína að álver verði reist í Önundarfirði.
Við gætum sett það í Holtslandi eða út á klofning við hliðina á urðunarstað Ísafjarðarbæjar. Við höfum báðir líst áhyggjum okkar af þeirri þráhyggju bæjarstjóra Ísafjarðar að vilja leggja niður unglingadeildirnar í okkar kæru byggðum Suðureyri og Flateyri. Það myndi eflaust styrkja skólastarf ef hér kæmi álver með 300 hundruð störf fyrir utan öll þau störf sem það skapaði óbeint. Sjónmengun yrði tæpast meiri en af urðunarstaðnum þar sem öllu fögru hefur verið lofað síðustu tíu ár.
Einhver sagði mér að bæjarstjóri Ísafjarðar hefði verið kosinn formaður samb. ísl. sveitarfélaga fyrir tilstyrk vinstri grænna af því að hann væri svo mikill náttúruverndarsinni. Er það rétt Ingólfur
Af því að þú ert nú varabæjarfulltrú í meirihlutanum getur þú þá nokkuð sagt mér hvað er að frétta af fundinum um skólamál sem átti að vera 25.jan var frestað til 7. febr. var síðan frestað fram í miðjan febr? Missti ég kannski af honum?
kær kveðja sig haf
Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 12:30
Sæll Sigurður
Ég skal glaður styðja þá hugmynd að reisa álver í Önundarfirði. Halldór fékk stuðning VG vegna yfirlýsinga sinna um stóriðjulausa vestfirði seigir samfylkingarfólk. Mér finnst þetta bara lýsa því sem ég hef skrifað á nokkrum stöðum að vinstri menn geta aldrei komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Hvað varðar fundina þá var að því sem mér skilst áhveðið að fresta þeim þar sem vinna við nýja grunnskólastefnu fyrir Ísafjarðarbæ er um það bil að hefjast og þá verður fundað á öllum stöðunum.
Ingólfur H Þorleifsson, 3.4.2007 kl. 20:59
Gott til þess að vita að þú sért líka á annarri skoðun en bæjarstjórinn í þessu máli það lofar góðu
kv sighaf
Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 00:21
Hvar eru lausnir Sjálfstæðismanna? Þið eruð búnir að vera duglegir við að gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir málefnaskort þegar staðreyndin er að staðan er sú sama hjá ykkur. En þið hlæjið stórkarlalega og biðjið andstöðuna að koma með lausnir, hverjar eru ykkar lausnir? Eru það fleiri risavirkjanir sem hver og ein gæti svalað orkuþörf allra heimila landsins? Álver í hvert þorp? Meiri þensla með tilheyrandi verðbólgu og vísitöluhækkun, frestun annara verkefna eins og vegagerðar á vestfjörðum? Sjálfstæðismenn sitja í sínum fílabeinsturni, með hrokafullt bros á vör fullir afneitunar og sjálfsblekkingar. Þeir hafa engar lausnir gefið.
Við glímum við það vandamál að hafa fyrir 20 árum lagt öll okkar egg í eina körfu, sjávarútveginn. Sú karfa brotnaði og í staðinn fyrir að einbeita sér að nýsköpun, menntun og fjölbreytni á þá að troða öllum eggjunum aftur í aðeins eina körfu? Er hún sterkari af því að hún er úr áli? það held ég varla. Hvað gersit eftir nokkur ár þegar álvinnsla verður ekki lengur arðbær? Hvað er langt í að álið verði hreinlega kvótasett líka? Og hvað á landsbyggðin þá að gera?
Það hefur hvergi verið minnst á það að Kárahnjúkavirkjun mengi, allavega ekki á þann hátt sem þú vilt meina að hún geri lítið af. Það er nú einmitt tilgangurinn með virkjun fallvatna, það er hrein orka. Hinsvegar er það annars konar mengun sem henni fylgir og hún er í formi eyðileggingar á annars óspilltri náttúru en ekki í formi útblásturmengunar, það er annars nóg um útblásturinn frá álverunum.
Stóriðja á Vestfjörðum er sem betur fer ekki möguleiki. Til þess höfum við ekki næga orku og of lítið undirlendi. Við hefðum kannski pláss fyrir "eitt lítið" en það fer tæpast nokkur álrisi að sjá hag sinn í svoleiðis hobbýi.
Ég er ekki á móti því að í Önundarfirði verði til 300 störf. Ég vil bara ekki sjá þau skapast með þessu móti.
Komið sjálfir með raunhæfar lausnir ........
Ársæll Níelsson, 4.4.2007 kl. 08:03
Sæll Ársæll
Ég er nú ekki sammála þér með vega málin á vestfjörðum, þó að vissulega vanti enn tengingu við suðurfirðina þá hefur nú helling verið gert. það er ekki mikið eftir af malarvegum t.d í djúpinu og á ströndunum. Þó að álver leysi ekki allan vanda frekar en sjávarútvegurinn gerði þá hafa þau nú leyst mörg vandamál þar sem þau hafa verið byggð. Ég er sammála þér með að stóriðja er ekki möguleiki á vestfjörðum, þó svo að ég myndi styðja það ef hægt væri. Að mínu viti er betra að hafa tímabundna verðbólgu og vísitöluhækkanir en atvinnuleysi og minni hagvöxt. Og að endingu vil ég svara sigga Hafberg. Það er eflaust fullt af málum sem við Halldór erum ekki sammála um en það er styrkur sjálfstæðismanna að geta rætt málin í sínum hópi og komist að sameiginlegri niðurstöðu, það er meira en hægt er að segja um suma flokka.
Ingólfur H Þorleifsson, 4.4.2007 kl. 09:24
Sæll vertu.
Já ég veit að þið komist að sameiginlegri niðurstöðu.
Menn fá að andæfa pínulítið en svo þegar til á að taka þá hlýðið þið foringjanum sbr. stjórnartíð Davíðs. Mér hefur sýnst að sama foringjadýrkun eigi sér stað hjá bæjarstjórnarmeirihlutanum gagnvart Halldóri bæjarstjóra Ísafjarðar
kv sighaf
Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.