23.3.2007 | 17:59
Hvers vegna?
það er ekki furða þegar maður hlustar á fréttir héðan að vestan, að fólkið fyrir sunnan sem ekki þekkir til botni ekkert í hvernig hægt er að búa hér. Það heyrir til undantekninga ef að jákvæðar fréttir berast af svæðinu. Hvers vegna er það? Ekki vegna þess að hér sé ekkert að gerast. Það er nú til dæmis allt að gerast hér á Suðureyri. Sjávarþorpið vex og dafnar, Bara á síðustu mánuðum hafa þeir gert upp nokkur hús til viðbótar þeim sem þeir áttu fyrir til að geta tekið á móti því fólki sem hefur bókað sig í sumar. Það er nóg að gera hjá bæði Klofningi og Íslandssögu, að vísu mættu gæftir vera betri en það kemur með hækkandi sól. Það er ekkert laust húsnæði hér og ég veit ekki um neinn sem er atvinnulaus, sem á annað borð nennir að vinna. Það er á hreinu að ekki vildi ég skipta á friðsældinni hér fyrir stressið fyrir sunnan. Hér eru engar raðir eða biðlistar. Það sem þarf að gerast er að við vestfirðingar vinnum í að upplýsa fólk um hvað er gott að vera hérna. Svo þarf auðvitað að fá þá sem öllu ráða til að viðurkenna að hér er hægt að gera nánast hvað sem er. alveg eins og í Reykjavík
Fleiri opinber störf út á land..............
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.