Jóhanna er í allt öðrum heimi en flestir aðrir.

Hver skildi nú ástæðan vera fyrir því að tortryggni er í samfélaginu. Getur verið að það sé vegna þess að fólk hefur ekki upplýsingar um nokkurn skapaðan hlut sem er að gerast í þessu máli. Fólk er hins vegar að missa vinnuna og tapa eignum sínum í stórum stíl. Það verður svo aftur til þess að fólk hefur ekki nokkra tiltrú á þessari ríkisstjórn, sem hefur ekkert gert nema hækka skatta á ofurskuldsett heimili.

Það er alveg makalaust að sjá hvernig Jóhanna biðlar endalaust til Sjálfstæðisflokksins um stuðning við Icesave-samninginn. Hvað eru margir mánuðir síðan að Samfylkingin gat ekkert notað Sjálfstæðisflokkinn og lagðist flöt fyrir VG. Og nú talar hún um nýtt lögfræðiálit sem segi að rétt leið hafi verið farin. Hvað segir hún þá um álit Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Sigurðar Líndals um að það eigi að láta reyna á dómstólaleiðina. Þar eru tveir menn sem hafa farið framarlega í lögfræðingastétt hér á landi síðustu áratugi. Varla getur hún hundsað það álit sem þeir leggja fram.

Ástæðan fyrir þessari sjálfsblekkingu hjá Jóhönnu er sú að hún veit að þessi vonlausa ríkisstjórn er komin að enda vegarins, ef þessi samningur fer ekki í gegn um þingið þá eru dagar hennar taldir. Vonandi verður það fljótlega því hún er að valda ómetanlegum skaða með ráðaleysi sínu.

Allir þingmenn sem eru að hugsa um hag þjóðarinnar  fella þessa hrákasmíð sem Icesave-samningurinn er.

Þjóðstjórn er hugsanlega eina í stöðunni.......


mbl.is Tortryggni í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Steinar og Sigurður Líndal hafa alveg sleppt því að nefna hvaða dómstóla við eigum að vísa málinu til. Það stafar af því að það er ekki til neinn dómstóll, sem við getum vísað þessu máli til. Ef við værum í ESB gætum við vísað því til ESB dómstólsins en staðreyndin er sú að við erum ekki í ESB. Við getum heldur ekki vísað málinu til EFTA dómstólsins vegna þess að hvorki Bretar né Hollendingar eru í EFTA.

Það hafa komið fram margar rangfærslur við þennan samning og eru nokkrar þeirra hraktar hér:

http://postur.hive.is/squirrelmail/src/webmail.php

Sigurður M Grétarsson, 23.6.2009 kl. 14:27

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sódóma. Það er orðin ansi þreytt plata að þeir, sem vilji gera þennan samning séu þeirrar skoðunar af því að þeir vilji ekki styggja ESB. Það eru reyndar fyrst og fremst þeir, sem vilja halda góðum samskiptum við aðrar þjóðir, sem vilja gera þennan samning og ætli það fari ekki nokkuð vel saman við það að vilja líka ganga í ESB. Það er hins vegar fullt að fólki, sem ekki vill ganga í ESB, sem vill gera þennan samning og einnig fullt af fólki, sem vill ganga í ESB, sem vill ekki gera þennan samning.

Getur þú bent á dómstól, sem hægt er að vísa þessu máli til gegn vilja Breta og Hollendinga?

Sigurður M Grétarsson, 24.6.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband