Flottur dagur

Í dag tóku Íslandssaga og Klofningur sig til og buðu öllu starfsfólki sínu, grunn og leikskólum, eldri borgurum og sjálfsagt mikið fleirum á tónleika. Það varf einfaldlega hætt að vinna klukkan 14.00 og öllum smalað inn í frystigeymslu Íslandssögu(sem reyndar er í endurbyggingu þessa dagana) og Þar söng kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Það voru 80 krakkar ásamt stjórnanda og skólameistara sem mættu á svæðið og sungu og spiluðu í klukkutíma hin ýmsu lög bæði innlend og erlend, alveg frábærir krakkar og flott skemtun. Eftir tónleikana var kórnum svo boðið að skoða vinnsluna og svo var boðið upp á harðfisk og rauðmaga og einnig kaffi og kleinur. Allir skemmtu sér konunglega og gaman að fá svona heimsókn.

Takk fyrir okkur..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er bara unnið hálfan daginn í sveitinni? 

 Flott framtak hjá ykkur.

Ösp syss 

Ösp (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband