Fólk er að gefast upp.

Á ráðaleysi ríkisstjórnarinnar. Hvar er skjaldborgin sem slá á um heimilin. Þetta er eitt af þeim örþrifaráðum sem fólk mun grípa til nú þegar lán þeirra hafa hækkað um helming. Frá því að nýja stjórnin tók við þá hafa myntkörfulánin hækkað um 35%. Þetta er væntanlega það sem þau kalla norrænt velferðaþjóðfélag.

Bankarnir og lánveitendur fyrst og fólkið síðast. Það er nákvæmlega það sem er að gerast. Ég skil þennan blessaða mann vel að hafa gripið til þessa örþrifaráðs. Hann á lof skilið að fara þessa leið, og það á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

Ríkisstjórnin er hinsvegar á fullri ferð með að gefa eftir sjálfstæðið.

Burt með vonlausa ríkisstjórn......


mbl.is Eyðilagði íbúðarhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þú gleymir einu smáatriði. Það eru D og B sem bera ábyrgðina.  Ekki skjóta þá sem eru að reyna að moka eftir þá.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.6.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Jónas Jónasson

Þetta er einhver al lélegasta ríkisstjórn sem ísland hefur alið!

Jónas Jónasson, 17.6.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þið getið ekki endalaust sagt að aðrir beri ábyrgð. Ástandið hefur snar versnað þessa ör fáu mánuði sem þessi hörmungarstjórn hefur verið við völd. Því fer nú sem betur fer að verða lokið.

Ingólfur H Þorleifsson, 17.6.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Katrín

Merkileg árátta að benda alltaf á sökudólga þegar vandamál þarf að leysa.  Einmitt þess vegna er ekkert að gerast...nema þá helst að forseti þingsins slær á bjöllu til að siða þingmenn til.

Á meðan benda heimskingjarnir á sökudólga á meðan þeir sjálfir sökkva dýpra og dýpra í skuldafeni sitt og þjóðarinnar og púff...allt í einu hverfa þeir...rétt eins og allir hinir.

Og þá verður ekkert Íslandi allt!

Katrín, 17.6.2009 kl. 19:36

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Peningaskuldir eru ekki verstu skuldirnar.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.6.2009 kl. 23:41

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tek undir með Katrínu.  Skiptum liði og látum einn hóp fara í að finna lausn á því brýna viðfangsefni sem vandi lántakenda er.  Annar hópur getur einblínt á aðra hluti.

Marinó G. Njálsson, 18.6.2009 kl. 00:19

7 Smámynd: Brattur

Vonlausasta stjórnarandstaða allra tíma... niðurrif og eintóm neikvæðni... hvílum hana og gefum ríkisstjórninni frið til að vinna góð verk...

Brattur, 18.6.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband