Á fund skapara síns.

Ég verð nú að segja að blaðamannafundurinn sem var að enda í þessu svaraði ekki miklu fyrir þann fjölda sem er atvinnulaus og í vanskilum með sín lán. Það sem stendur uppúr er að VG svíkur kjósendur sína og lætur Samfylkinguna þvinga sig í ESB. Einnig er ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir er alsendis ófær um að fara með stjórn efnahagsmála landsins og færir því allt sem því viðkemur í nýtt efnahagsráðuneyti. Reyndar er engin nógu hæfur í þessum flokkum til að stýra því og þess vegna verður áfram notast við Gylfa Magnússon.

Það er líka áhugavert að heyra að þau byrja niðurskurðinn á því að fljúga allri ríkisstjórninni til Akureyrar til að funda. Ekki er það nú góð byrjun og rétt skilaboð til fólksins í landinu sem á væntanlega að taka á árunum með þeim.

Það blasir við að þetta samstarf á eftir að vera stormasamt, svo ólíkir eru þessir flokkar þó þeir séu báðir úr vinstri armi stjórnmálanna. Ég get ekki séð að það gangi stóráfallalaust að leggja fram þingsályktunar tillögu, og koma henni í gegn um þingið þar sem annar stjórnarflokkurinn er á móti.

En annars gátu þau skötuhjú Steingrímur og Jóhanna ekki svarað að neinu viti því þeim lá svo á að fara til Bessastaða og hitta þann sem á jú heiðurinn af þessu öllu saman. Það var jú útrásar forsetinn sem kom þessu liði til valda. 

Slæmur dagur......

 


mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður dagur..... enda í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins komin til valda hrein meirihlutastjórn vinstri flokkanna. Eftir ósköpin sem liggja eftir valdatíma Sjálfstæðisflokks verður nú að segja að ástandið geti varla versnað þó vissulega séu erfiðir tímar framundan við að vinna sig út úr þeim ósköpum.

Sérstaklega gott að utanþingsráðherrarnir halda áfram - ekki veikleikamerki heldur einmitt vottur um styrkleika flokkanna til að vinna faglega. Á sumu örðum bæjum hefði varla verið pláss fyrir erfðaprinsum sem hefði þurft að koma að.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband