Ber mestu ábyrgðina á bankahruninu.

Maðurinn sagði ekki af sér fyrr en hann vissi að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu. Reyndar var Björgvin ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur búinn að gefast upp töluvert áður. Hann hefði aldrei sagt af sér ef hann hefði séð stjórnina halda áfram. Allt tal um að sýndarafsögn hafi hjálpað honum í þessu prófkjöri er því kjaftæði.

Það er því að verða deginum ljósara að Samfylkingin ætlar að tefla fram öllum þeim þingmönnum sem voru í efstu sætum síðast. Endurnýjunin verður engin ef fram fer sem horfir. Hvað ætli potta og pönnu fólkið sem barðist á Austurvelli fyrir endurnýjun segi við því. Björgvin G Sigurðsson ber  mestu ábyrgð á bankahruninu sem ráðherra bankamála.

Engin endurnýjun......


mbl.is Afsögnin skipti miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þeir sem stjórnuðu 19 árin á undan honum beri nú ekki að minnsta kosti jafn ábyrgð með honum?

úps... sé það núna að þú ert D maður, það er náttúrulega ekkert ykkur að kenna

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er kjaftæði Ingólfur... aumt kjaftæði.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.3.2009 kl. 20:56

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég hef aldrei dregið fjöður yfir það að Sjálfstæðisflokkurinn ber mikla ábyrgð á stöðunni. Hann virðist líka verða eini flokkurinn sem mun axla ábyrgð, að vísu ekki fráfarandi formaður en þeir sem á eftir koma munu gera það.

Við Jón segi ég bara sannleikanum er hver sárreiðastur. Björgvin hefur enga ábyrgð axlað og mun ekki gera. Ef hann heldur að þetta verði til að hvít þvo hann þá er það mikill misskilningur.

Ingólfur H Þorleifsson, 7.3.2009 kl. 21:02

4 identicon

Hversu margir af þeim þingmönnum og stjórnarliðum Sjálfstæðisflokksins sem voru í stjórn stóran hluta þess tíma sem skipinu var siglt í strand hafa tekið ábyrgð á verkum sínum?

Svo held ég að þú ættir að kynna þér viðmiðunarreglur sem settar eru um stjórnhætti fyrirtækja frá OECD

Eru á íslensku hér http://www.ll.is/pdf/oecd.pdf 

Svo skalt þú fara yfir þann lista sjálfstæðismanna sem sátu í stjórnum þeirra fyrirtækja og banka sem bera mesta ábyrgð á því hvernig fyrir okkur er komið og segja mér hverjir þar hafa axlað ábyrgð.

Fyrirsögn þessa pistils þíns er einfaldlega bull frá rótum, og komandi frá sjálftæðismanni þá er það eins og að sprengja kassa af dínamíti inni í glerhúsi

Vil taka það fram að ég er enginn samfylkingarmaður..  mér einfaldlega blöskrar þessi algjöra þoka sem flestir sjálfstæðismenna virðast vera í varðandi verk eigin flokks og flokksmanna síðustu 20 árin

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þú ert semsagt á því að ráðherra bankamála beri ekki ábyrgð.  Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn þá er Geir að hætta og Árni Matt er að hætta. Þeir bera mestu ábyrgðina í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef ekki séð að neinn ætli að axla ábyrgð í Samfylkingunni.

Ingólfur H Þorleifsson, 7.3.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Hörður Einarsson

Greinilega ekkert lært og öllu gleymt.

Hörður Einarsson, 7.3.2009 kl. 21:28

7 Smámynd: Theo

Þetta kemur nú úr hörðustu átt, veit ekki betur en að "aðgerðarlausi Geir" beri mestu pólitísku ábyrgðina. Þykir samt miður að prófkjörið fór svona.

Theo, 7.3.2009 kl. 21:34

8 identicon

Hverjir voru ráðherrar bankamála þegar sá jarðvegur var lagður sem bankarnir síðan sáðu sínum eitruðu fræjum í?

Var það Ágúst?

Hverjir voru í stjórn þegar engar reglur voru settar til að koma í veg fyrir gegndarlausa útþenslu bankanna?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 22:14

9 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvað sem annars má segja um Björgvin G. Sigurðsson, þá er það hreinlega rakalaus þvættingur að hann beri mesta ábyrgð á bankahruninu. Bankrahrunið var meira og minna óumflýjanlegt strax árið 2006.

Svala Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 22:43

10 identicon

Þetta átti nú að vera Björgvin en ekki Ágúst þarna hjá mér ofar :p af einhverjum ástæðum rataði nafnið á höfundi kennslubókarinnar sem ég er að lesa þarna inn í staðinn

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 23:44

11 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

ok veistu ef hann ber mestu ábyrgðina þá er nú eitthvað að í þínu hugarskoti. Seint mun ég kjósa samspillinguna, en aldrei skal ég hengja bakara fyrir smið! Þú ert það sem er kallað veruleikafirrtur, einfalt. Annað hvernig geturu sagt að Geir og Árni hafi axlað sína ábyrgð? Hálf þjóðin er á kúpunni og útséð að meirihluti skulda þarf að afskrifa ef þjóðin á að halda velli, þeir eru sko ekki búnir að axla ábyrgð. Það eina sem þeir eru búnir að gera er að tilkynna að þeir vilji ekki halda áfram eftir kosningar, er það að axla ábyrgð? Hvernig? Ég skil ekki svona hugsunarhátt

Óskar Steinn Gestsson, 8.3.2009 kl. 01:21

12 Smámynd: Katrín

alveg eru þetta makalausir gestirnir sem hér tala.

Það á sem sagt að setja þann í tukthúsið sem setti lögin ekki þann sem braut þau,   refsa þeim sem veitti frelsið en ekki þeim sem misnotaði það sama frelsi..... mein gott heimurinn á heljarþröm er og gestirnir með...

Katrín, 8.3.2009 kl. 01:30

13 identicon

Hvernig tengist þetta raus þitt því að mótmæla því að varpa allri ábyrgð bankahrunsins á einn mann Katrín?

Þú fyrirgefur en ég sé ekki nokkurn mann hér minnst á að setja nokkurn í tukthúsið

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 02:19

14 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sigmar sem tekur sérstaklega fram að hann sé Ekki samfylkingarmaður, hver sem trúir því svo sem. Gæti verið Björgvin sjálfur miðað við hvernig viðbrögðin eru en hvað um það.

Ég tala hvergi um að hann beri einn ábyrgð á þessu. Það sem ég sagði er að hann sem bankamálaráðherra ber mestu ábyrgðina. Rökstuddu það hvers vegna bankamálaráðherra ber ekki mestu ábyrgðina þegar bankarnir fara á hausinn vegna óráðsíu.

Það gengur bara ekki hjá honum að segja að hann hafi ekki vitað um þetta og hitt. Ef svo var þá var hann enn síður starfi sínu vaxinn.

Ingólfur H Þorleifsson, 8.3.2009 kl. 02:35

15 identicon

Alltaf flott að byrja á smá "red herring" - það trix er líklega kennt í Valhallarskólanum

Það er alveg rétt að þú segir hann ekki einan bera ábyrgð, en hann ber ekki mesta ábyrgð.. einfaldlega vegna þess að hann gat ekki á nokkurn hátt vitað það sem við hin vitum ekki almennilega enn, núna næstum hálfu ári og ítarlegum rannsóknum síðar.

Ábyrgðin liggur aðallega hjá þeim sem höfðu ekki hyggjuvit til að setja þessum fyrirtækjum engin takmörk

Hún liggur hjá stjórnendum og eigendum bankanna - eigum við að rifja upp hvernig sölunni á þeim var háttað á sínum tíma?

Hún liggur hjá eigendum og stjórnendum margra af stærstu fyrirtækjum landsins

Og hún liggur hjá þeirri stjórn sem hér hefur ráðið málum síðustu 20 árin eða svo, veruleikafirring þín er algjör ef þú getur á opinberum vettvangi haldið því fram að sá sem kom eingöngu að málum undir lok þessa skipsbrots sé sá sem eigi að bera ábyrgðina

Skipstjóri skips fer af stað í óveðri sem báturinn ræður ekki við... rotast svo þegar stefnir í strand,  annar stýrimaðurinn tekur þá við rétt áður en báturinn fyllist af vatni og sekkur í sæ

Er þá rétt að varpa sökinni á stýrimanninn?

Ég hef kannski aldurinn framyfir þig Ingólfur... þ.e. ég er ekki nema rúmlega tvítugur - þú virðist glíma við það vandamál að vera orðinn svo samvaxinn þínum flokki að þú einfaldlega getur ekki séð þetta frá öðru sjónarhorni.

Þ.e. hversu grátbroslegt það er fyrir sjálfstæðismann að reyna varpa mestum hluta þessa máls yfir á mann eins og Björgvin

Kynntu þér endilega það regluverk sem bankarnir voru að vinna eftir og hvaðan það er komið

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 03:18

16 Smámynd: corvus corax

Þetta er skrýtin niðurstaða. Sjálfstæðisflokkurinn kom öllu í bál og brand í 18 ára stjórnarsetu með dyggilegri aðstoð framsóknarflokksins. Og svo er hrunið allt í einu Björgvin að kenna sem var um tvö ár í sæti bankamálaráðherra. Gleymum ekki þætti Seðlabankans sem Björgvin hafði ekkert með að gera. Þáttur Björgvins er brotabrot miðað við sök sjálfstæðismanna og framsóknar.

corvus corax, 8.3.2009 kl. 06:28

17 Smámynd: Katrín

Það er nú vandamálið þitt og margra annarra að sjá ekki rökvilluna í þeim málflutningi sem þú og aðrir hafa haldið á lofti....en þú ert enn ungur og kannski von til að þú áttir þig.....seinna

Katrín, 8.3.2009 kl. 11:23

18 identicon

Ahhh... auðvitað, þar sem ég er svo ungur þá þarftu ekki að rökstyðja það sem þú ert að segja

Meikar fullkomið sense, takk fyrir að koma fyrir mig vitinu

En getur þú látið svo lítið og bent mér á hvar var minnst á tugthúsvist hérna?

Það á sem sagt að setja þann í tukthúsið sem setti lögin ekki þann sem braut þau

Vandamálið Katrín er að það voru ENGIN lög brotin, þvi liggur vandamálið hjá löggjafanum

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband