Stórkostlegt vanmat hjá trausti rúnum formanni.

Það er með ólíkindum að Ingibjörg skuli ekki geta lesið stöðu sína réttar en þetta. 16% fylgi til áframhaldandi formennsku á móti 70% hjá Jóhönnu. Ingibjörg ákveður að halda bara áfram þrátt fyrir þetta. Hún ætlar ekki að taka neina ábyrgð á þeim tveimur árum sem hún sat í ríkisstjórn. Bankarnir heyrðu undir Samfylkinguna og fjármálaeftirlitið líka. Það þíðir ekki hjá henni að segja bara að hún kannist ekki við fundi þar sem hin alvarlega staða var rædd.

Ingibjörg ákveður að setja bara rassinn upp í vindinn og bíða hann af sér. Það er stórkostlegt vanmat hjá henni. Aðrir flokkar eru að ganga í gegnum ákveðna hreinsunarelda og endurnýjun en Samfylkingin ætlar að keyra á sama útbrunna liðinu, það á eftir að verða þeim afdrifaríkt í framhaldinu. Samfylkingin ber jafn mikla ábyrgð og Sjálfstæðisflokkurinn á að eftirlit brást með bönkunum.

Valdagræðgi......

 


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Hmmm .. er þetta bara ekki nákvæmlega það sama og Sjálfstæðismenn gera og hafa gert árum saman - að lesa vitlaust í vilja allra í kringum sig? Sjáðu bara Guð sjálfstæðisflokksins - Davíð Oddson - eitthvað er hann lítt lesinn fyrst hann telur ennþá að hann njóti trausts í þjóðfélaginu .. og fram í rauðan raunveruleikann - að hann nyti fullkomins trausts ríkisstjórnarinnar.

Það er sama rassgat undir flestum stjórnmálamönnum og eru sjálfstæðismenn þar allra verstir og fremstir í flokki þeirra sem kunna ekki að lesa í eitt eða neitt - nema það sem hentar þeim hverju sinni.

  Hreinsunareldurinn mætti vel taka betur á hvað spilltasta stjórnmálaflokk þjóðarinnar varðar - sjálfstæðisflokkinn - t.d. láta hann alveg hverfa .. *glott*.

Hafðu ljúfa helgi..

Tiger, 28.2.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband