Óþolandi afskiptasemi.

Hvað er formaður Samfylkingarinnar að skipta sér að innri málefnum sjálfstæðisflokksins og stefnumótun. Henni er velkomið að ganga í flokkinn ef hún vill hafa eitthvað um þetta að segja. Hvað varar svo Evrópudraum Ingibjargar þá er allt of margt sem þau geta ekki sagt til um. Ekki hafði nú varaformaðurinn hennar mikið að segja um hvernig Landbúnaður og sjávarútvegur fara út úr því að ganga í ESB. Einkennilegt hvað hún getur ekkert notað þennan varaformann sinn. Hann fékk ekki ráðherrastól. Og nú í veikindum hennar hefur Össur séð um allt saman. Hún hefur greinilega ekkert traust á varaformanninum.

það liggur fyrir að við fáum ekki neina sérmeðferð eða tilslakanir þó við sækjum um. Held að það væri vænlegra fyrir Ingibjörgu að hreinsa til í sínum eigin röðum, og vera ekki að skipta sér af stefnumálum annarra flokka.

Kjánalegt.....


mbl.is Hafa ekki tíma fyrir truflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Svona er bara til að herða mann í andstöðunni við ESB aðild. Það virðist sem það sé stórhluti fólks sem gerir sér ekki grein fyrir að við lifum á framleiðslu og útflutningi ekki bara á erlendum lánum.

Ragnar Gunnlaugsson, 13.12.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Einar Solheim

Ragnar = 404
Ingólfur:  Hvenær varð Ingibjörgu bannað að móta og túlka stefnu síns flokks?  Ég efast um að sjálfstæðismenn séu svo aumir að þeir láti orð Ingibjargar hvetja sig eða letja í átt að ESB?  Ingibjörgu, xS og stórum hluta þjóðarinnar finnst það nú vera brýnasta hagsmunamál Íslands að ganga í ESB.  Það er bara eðlilegt að sú afstaða sé uppi á borðinu.  Þið sjálfstæðismenn takið svo bara ykkar ákvarðanir eftir ykkar bestu samvisku, en ef svo ólíklega vill til að þið hafnið ESB - þá er ekkert nema eðlilegt að stjórnarsambandi verði slitið og þjóðin fái kost á að tjá sig um þetta mikilvæga málefni. 
Annars bara skora ég á þig að fylgjast vel með störfum Evrópunefndarinnar... ég sé ekki betur en að þar sé unnið frábært starf.  Andstaða við ESB skýrist fyrst og fremst af vanþekkingu, þannig að ef nefndin nær tilgangi sínum varðandi að miðla upplýsingum og fræðslu til flokksmanna þá tel ég enga spurningu hver niðurstaðan verður.  Margir kjósa hins vegar að kynna sér ekki málin, því þá þyrftu þeir að horfast í augu við að þurfa að skipta um skoðun.  Það er mörgum erfitt og jafnvel ómögulegt.  Flokkurinn þarf því að búa til einhverja leið sem auðveldar mönnum að skipta um skoðun...

Einar Solheim, 13.12.2008 kl. 19:37

3 Smámynd: Pétur Guðmundsson

Hefur þú aldrei horft eða hlustað á fréttir og annað því um líkt Dúi. Hvað heldur þú að við fáum í okkar hlut í EB? Nákvæmlega ekkert. Allar tollaívilnanir sem Jón Baldvin gaspraði sem mest um í aðdragana EEs samningsins eru foknar út í veður og vind með Icesave. Held að það sé best að hugsa sig vel um áður en farið er í einhveraskonar viðræður við spillinguna í Brussel.

Pétur.

Pétur Guðmundsson, 15.12.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Guðjón Már Þorsteinsson

Það er ótrúlegt að fólk virðist ekki gera sér grein fyrir þeirri skerðingu sem við verðum fyrir ef við tökum þetta fáránlega skref. Haldið þið virkilega að við getum sett þeim einhverjar reglur hvað varðar til dæmis fiskveiða í okkar lögsögu ? Ég held að allir ættu að kynna sér hvaða kvaðir verða settar á okkur áður en allir fara að fagna. Þetta er ekki gott skref og það er betra að standa þétt í lappirnar um sinn. Ég er hins vegar á því að ef við þurfum að hugsa um að afnema hér krónuna, að horfa til norsku krónunar eða dollarans frá Obama :)

Guðjón Már Þorsteinsson, 15.12.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband