Íslensk fyndni

criminal-main-image.jpgÞetta er nú meira leikritið sem sett er upp í saksóknaraleikhúsinu þessa dagana. Farið er fram á gæsluvarðhald yfir fyrrum starfsmönnum Landsbankans og eftirfarandi eru rökin fyrir kröfunni.

Sérstakur saksóknari vísaði til töluliðar a) í fyrstu málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála þegar hann óskaði eftir gæsluvarðhaldsúrskurði, en þar segir að úrskurða megi mann í gæsluvarðhald ef: „að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni,"

Er sérstakur að grínast eða !! Það eru tvö og hálft ár síðan þessir menn rændu bankana innanfrá. Ef þeir hafa ætlað sér að eyða gögnum og/eða hafa áhrif á rannsóknina þá eru þeir búnir að hafa allan tíma í heiminum til að gera það.

Heavy Special er klárlega með þetta.....


mbl.is Í gæslu til 25. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af einhverri ástæðu var þessi beiðni Ólafs samþykkt.

Árni Gunnarsson, 14.1.2011 kl. 17:41

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög rökrétt er að vísa í þessa grein þegar óskað er eftir að héraðsdómur úrskurði um gæsluvarðhald. Í hvaða aðra grein átti að vísa í?

Þegar yfirvöld óska eftir gæsluvarðhaldi er iðulega vísað í þessa 95. gr.

Gæsluvarðhald er vegna rannsókna, ekki refsing. Dómur hefir ekki fallið. Rétt hefir verið að óska eftir gæsluvarðhaldi vegna þess hve rannsókn er viðamikil og líkindi að grunaður kunni að hafa áhrif á sönnunargögnum verði eytt o.s.frv.

Þá virðast yfirvöld í Luxembourgh ekki átta sig á því að þau eru að halda hlífisskyldi yfir meintum afbrotum með því að skýla sér á bak við bankaleynd. Mjög líklegt er að bresk og hollensk yfirvöld séu með puttana í þessu og er það vel enda varða þau þetta Icesave mál rétt eins og okkur.

Lögfræði er mjög forvitnilegt fag en fólk verður að varast að hlaupa á sig að fullyrða e-ð of fljótt.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.1.2011 kl. 22:45

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sigurjón digri missir þá af HM í handbolta. Æi, greyið karls ræfils garmurinn. Ljósi punkturinn í þessu fyrir hann er sá að hann kemur líklega til með að leggja aðens af og ekki er vanþörf á. Þetta er ekkert veislufæði sem fá þeir fá í steininum. Afhverju var manngarmurinn ekki búinn að flýja land eins og hitt glæpahyskið sem var við stjórn hrunbankana?

Guðmundur Pétursson, 15.1.2011 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband