Þjóðin gefur stjórnlagaþingi langt nef

thumbsdown.jpgÞá er það orðin staðreynd að þátttaka í kosningum í gær er ein sú minnsta frá upphafi. Rúm 60% þjóðarinnar telur ekki ástæðu til að velja annað þing en þjóðþingið til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Forsætisráðherra tók það skýrt fram í viðtölum í gær að mjög mikilvægt væri að þátttaka yrði góð. Nú er ljóst að svo var ekki og Þar með hefur enn eitt gæluverkefni ríkisstjórnarflokkanna fengið falleinkunn og skilur lítið eftir nema kostnað fyrir skattgreiðendur.

Enn eru tvö stór gæluverkefni inn á borði stjórnarinnar sem kosta munu þjóðina mikla peninga þegar upp verður staðið. Umsókn um inngöngu í ESB er annað þeirra. Í því máli hefur margoft komið fram að meirihluti þjóðarinnar mun hafna því að ganga í ESB. Samt sem áður heldur ríkisstjórnin áfram með ærnum kostnaði tilraunum til að innlima okkur í sambandið.

Það sem er þó að kosta okkur mest er sú óvissa sem uppi er í sjávarútvegnum vegna stöðugra árása og hótanna stjórnarliða. Í stað þess að efla greinina og auka kvóta er henni haldið í heljargreipum óvissu og úrræðaleysis.

Er ekki mál að linni.....


mbl.is Kosningaþátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Golli.

Er það svo að samkvæmt þessu dregur þú þá ályktun að þjóðin vilji umsvifalaust fá sinn ástsæla Sjálfstæðisflokk til valda aftur ?

Níels A. Ársælsson., 28.11.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Nílli.

Vinstri flokkarnir hafa komið því þannig fyrir með aðgerðar og ráðaleysi sínu að sá partur þjóðarinnar sem vil Sjálfstæðisflokkinn aftur að völdum stækkar óðum.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.11.2010 kl. 14:21

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þú ert gamansamur.

Þá er eins gott fyrir ykkur að hreinsa duglega til í áhöfninni áður en þið leggið upp í næstu ferð.

Níels A. Ársælsson., 28.11.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband