Að halda fast í stólinn sinn

Það er alkunn staðreynd að ríkisstjórnin er ekki á vetur setjandi vegna ósamstöðu flokkanna tveggja sem hana skipa. Það líður varla sá dagur að ekki gangi pillur á milli samherja. En óttinn við að missa sæti sitt við stjórnarborðið er öllu yfirsterkara. Fólk er tilbúið að láta hrauna yfir sig frá samherjum bara til að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki að.

En þrátt fyrir þessa áráttu þá var gott hjá Jóhönnu að sitja sem fastast í morgun. Hún hefur sennilega verið búin að ákveða að kaupa M og M í fríhöfninni í Keflavík.

Jóhanna situr sem fastast......


mbl.is Hafnaði boði um forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ef sjálfstæðisflokkurinn kemst til valde, er eins gott fyrir verkalýðinn að yfirgefa landið og þá náhirð sem þá mun stjórna.

Sveinn Elías Hansson, 5.8.2010 kl. 12:49

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Sammála Sveini.

Einkaþotulið Sjálfstæðismanna hefur ekkert að gera að valdastólunum á næstunni, nema þá til að halda áfram að maka eigin krók.

Sigurður Jón Hreinsson, 6.8.2010 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband