Að niðurlotum komin.

Þessi ríkisstjórn á að fara frá hið fyrsta og hleypa öðrum að. Þeir hafa ekki sýnt neitt sem fær fólk til að trúa því að þeir hafi lausnir á vandamálunum. Það sást best í kosningabaráttunni fyrir rúmu ári þegar þeir vildu ræða allt annað en lausnir á vandanum.

Ég hef sagt það oft áður að á meðan þetta fólk er við völd þá eykst aðeins vandinn, því fyrr sem þau átta sig á því því betra. Samfylkingin er að detta í sama farið og undir lok síðustu stjórnar. Þessi flokkur er samansafn af flokkspólitískum viðrinum og samstaðan er engin. Þegar svo annar eins flokkur kemur inn í spilið þá er ekki von á góðu.

Það næst ekki sátt um nokkurn hlut og það bitnar á allri þjóðinni. Áherslur eru settar á mál eins og ESB og að fyrna kvótann á meðan heimili og fyrirtæki brenna. Staðan er orðin grafalvarleg og stutt í að allt sjóði uppúr. Þetta veit Össur og því reynir hann að berja í brestina. Það er bara ekki nóg´, fólk vill lausnir ekki skítreddingar.

Það er ekkert að gerast......


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þessi ríkistjórn mun sitja áfram út kjörtímabilið.

Viltustu þrár ykkar Sjálfstæðismanna eru að fella ríkisstjórnina vegna fyrirhugaðra breytinga á kvótakerfinu og til þess hafið þið notað icesave sem skálkaskjól.

Ykkur mun ekki verða að þeim óskum enda eins gott þar sem margir munu ekki kemba hærurnar út úr slíkum snúningum.

Það verða engin venjuleg búsáhöld sem verða brúkuð ef svo ólíklega vildi til að stjórnin falli.

Níels A. Ársælsson., 8.2.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það dugar ekki hjá þér Nílli að vera stóryrtur í þessu máli. Þessi ríkisstjórn er andvana fædd og það mun ekki takast að blása lífi í hana. Þar gildir einu hvaða græjur fólk mætir með á Austurvöll. Þú er greindari en það Nílli að sjá ekki hvernig mál eru á ríkisstjórnarheimilinu.

Ingólfur H Þorleifsson, 8.2.2010 kl. 12:09

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vertu spakur Ingólfur:  Sjálfstæðisflokkurinn má bara taka við þegar Ólína vinkona þín er búin að taka til í kvótakerfinu og allt komið í stjórnarskrá um eignaraðild að fiskinum okkar. Eftir það má alveg bera þetta lið út sem er þarna á Alþingi nema Ólínu hún gæti orðið ráðgjafi í sjávarútvegsmálum. Á meðan LÍÚ er fjöregg sjálfstæðisflokksins, er honum ekki treystandi fyrir sjávarauðlindinni, það ætti að liggja í augum uppi. Úr því sem komið er verða sjávarbyggðir að treysta á Ólínu.

Bjarni Kjartansson, 8.2.2010 kl. 20:51

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það verður engin sátt um nokkurn hlut í sjávarútvegi á meðan Ólína er aðal talsmaður stjórnvalda í þeim málum. Frekjan og yfirgangurinn í henni verður til þess að það verður ekki hægt að ná sátt. Það þarf vart að taka það fram að það yrði ekki í fyrsta skipti sem svo færi þegar Ólína er annars vegar.

Ertu annars ekki þokkalegur Bjarni. Á ekkert að fara að kíkja á höfnina á Súganda?

Ingólfur H Þorleifsson, 9.2.2010 kl. 08:54

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jú þakka þér fyrir, þetta er allt í rétta átt. Eg kem við fyrsta tækifæri.

Bjarni Kjartansson, 9.2.2010 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband