Glæsilegur samningur !!!!

Ef að fólk er enn í vafa um hve afglöp ríkisstjórnarinnar eru mikil í þessu máli, þá er það vegna þess að fólk er ekki að kynna sér málið á nokkurn hátt. Sá glæsilegi samningur sem Svavar Gestsson og félagar komu með heim úr sinni sneypuför og fjármálaráðherra dásamaði á Alþingi er eftir allt saman afleitur. Samt á að troða honum upp á þjóðina og skerða lífskjör hennar næstu áratugina.

Vísbendingar um að málflutningur stjórnarandstöðunnar í Icesave málinu hafi verið réttur birtast  nú daglega um alla Evrópu. Sjálfstæðismenn hafa allt frá upphafi málsins bent á að alls engar lagalegar ástæður séu til að Íslenska þjóðin bæti Bretum og Hollendingum þessar upphæðir.

Nú kemur Alain Lipietz fram og segir að Bretar og Hollendingar vilji ekki fara dómstólaleiðina vegna þess að þeir hafi veikan málstað að verja. Alain er þingmaður Evrópuþingsins og kom að gerð tilskipunar um ábyrgð heimaríkis á bönkum.

Það sem stendur því uppúr er að Íslendingum er meinað að leita réttar síns fyrir dómsstólum. Það er vegna þess að Bretar og Hollendingar óttast að tapa málinu. Þar liggur kúgun þeirra gagnvart réttarríkinu Íslandi.

Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin viðurkenni mistök sín og gangi ásamt stjórnarandstöðunni til nýrra samninga við nýlenduherrana og klári málið, Íslenskri þjóð til heilla.

Okkur ber ekki að borga þessar upphæðir.....


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Steingrímur hefur margítrekað sagt að hann ætti að fá að bera pólitíska ábyrgð á þessum samningi sem hann hefur verið að reyna að troða ofaní þjóðina í allt sumar. Ég sé ekki hvernig honum er sætt í framhaldinu. Hann ætti að víkja fyrir Ögmundi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.1.2010 kl. 14:12

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Tek undir orð Öddu með þeim fyrirvara að lögin verði felld í þjóðaratkvæði.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.1.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband